Amma og afi mætti í vísindi og ferðalög

IMG_4610

Við höfum víst ekki staðið við fyrri loforð um að verða duglegri að blogga - en nú er kominn sumartími í Evrópu svo þetta hlýtur að fara að hrökkva í gang. Það verða svo allir bloggandi á Íslandi þegar viðgöngum í Evrópusambandið þar sem öll aðildarríki ESB verða hafa sumar og vetrartíma - alveg satt. Til þess að fagna því bökuðu Hjördís og frúin á Rue Argus kleinur og ástarpunga sem voru til sölu á alþjóðadegi International School of Brussels (sjá mynd af KK, Bubba og Matthildi Stellu) - en í Elementary School þar sem KK er eru töluð 40 tungumál (vel á minnst var foreldraviðtal um daginn þar sem snúðurinn fékk þessa glimmrandi umsögn). 

 Við vorum annars svo heppin á miðvikudaginn að afi Kristinn og amma Guðbjörg mættu á svæðið - í annað skipti síðan við fluttum til ESB. Til þess að undirstrika andstöðu sína við sambandið ætla þau þó ekki að vera hérna of lengi. Við förum því saman til Marokkó á sunnudag og verðum þar í 10 daga. Vonandi verður næsta blogg um það. Kristinn Kári hefur annars átt náðuga daga með ömmu sinni og afa.

IMG_0781IMG_4626

Á föstudag mætti öll stórfjölskyldan á "Science Fair" þar sem allir krakkarnir í 5. bekk sýndu niðurstöður rannsókna sem þau hafa unnið að síðustu fimm vikur. KK gerði rannsókn á þrýstingi og hversu hátt körfubolti skoppar. Mikilvægasta niðurstaðan var að það þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því þó boltinn sé ekki að fullu uppblásinn - hann skoppar næstum eins hálfblásinn og uppblásinn. Þetta var einstaklega skemmitlegt - og amerískt. Þetta var alveg hafnarbolta-amerískt... bara skemmtilegra.

IMG_4640

Við skelltum okkur líka með afa og ömmu á Marolles markaðinn (þar sem Tinni keypti bátinn í samnefndri mynd um vel klipptan Belga sem á hund og vingast við mann með skegg - mælum með Tinnatoppnum í 3D). Hér hefur annars verið vor síðustu 2-3 vikur - um 15° hiti og sól. Íslenskur sumarhiti sem engan svíkur (nema þá sem þurfa að vinna inni að science fair verkefnum). Í tilefni vorsins skelltum við okkur um miðjan mars til Londres að heimsækja Birki vin okkar (og foreldra hans, hjónin Erik og Bylgju). Það var einstaklega gaman. Súkkulaði porterar og stout - og auðvitað fótbolti þegar við fórum og sáum Gylfa Sigurðsson skora tvö mörk fyrir Swansea á móti Fulham. Tómas las alla reglubók alþjóða fótboltasambandsins og gat eftir það fylgst nokkurn veginn með leiknum

IMG_0725

 - þetta er náttúrlega enginn skák, siglingar, fagottleikur eða handbolti... en virkar svo sem alveg sem íþrótt. Við borðuðum líka frábæran indverskan mat og fórum í London Eye (fr. œil de londres fyrir dygga aðdáendur síðunnar). Umfram allt var bara einstaklega gaman - og bíðum við spennt eftir að fá þau næst hingað á meginlandið (á myndinni hér að neðan er barnið ánægt fyrir hönd Tómasar... í alvöru (enda er bjórinn frá San Francisco, næstum næstu götu frá þar sem við bjuggum).

IMG_0675

 


Printemps

Vorið er mætt og Morrinn horfinn í Moonensgötu. Síðustu tvo daga hefur verið 15° hiti og nokkuð léttskýjað. Hugsanlega er þessi hiti ástæðan fyrir því að Hjördís hljóp til og bakaði ástarpunga og kleinur - sönn saga - ástarpunga og kleinur í massavís.

 

IMG_4444

Annars er langt síðan við blogguðum síðast. Veturinn hefur einhvern veginn drepið bloggkraftinn en nú stendur allt til bóta. Svona til þess að fara hratt yfir sögu var Hjördís á Íslandi frá miðjum janúar og fram í febrúar að kenna í Háskólanum og hjúkra einhverjum stálheppnum sjúklingum Landspítalans. Kristinn Kári var með heima í eina viku en síðan kom afi Binni með hann hingað út og sinnti hinum ýmsu heimilisstörfum. Við þrír karlarnir höfðum það fínt, en au pairið fékk ömmu grétu í heimsókn eina helgi. Við fórum að skoða Íslendingaslóðir í Gravelins í Norður-Frakkland. Það var sérstaklega gert fyrir afa Binna - en amma gréta fékk í staðinn að komast í Gary Weber og fékk dádýrakjöt í matinn.

IMG_4472

Eftir að Hjördís kom aftur heim í hlýjan faðm meginlandsins fórum við í skíða og brettafrí til Þýskalands og Austurríkis. Við skíðuðum í heila viku í Fellhorn (gistum í Oberstdorf), borðuðum weisswurst og bretzel og drukkum eðal þýskan öl. Lífið gerist ekki mikið betra en það - nema reyndar að Steinar, Raggý og krakkarnir þeirra kítku líka með og Hjördís svaraði bónorði Tómasar játandi (erfitt samt að segja hvort það var kampavínið eða háfjallaveikin sem gerðu útslagið). Nú er bara verið að undirbúa sveitabrúðkaup og allir spenntir fyrir því. Mjög fullorðins.

 

IMG_4510IMG_4483

Kristinn Kári og Bubbi léku sér saman næstum alla daga í þýska snjónum - byggðu snjóhús, skíðuðu/brettuðu og fóru í snjókast. Ef þið skoðið vel myndina hér til hægri sést hvað KK var orðinn óhræddur, brettandi út fyrir brautir í gegnum skóginn og stökkvandi á öllu  eins og sést fyrir neðan.IMG_4490

Kristinn Kári er annars að æfa fótbolta, tennis og klettaklifur í skólanum til viðbótar við trompetinn. Íþróttaálfurinn keppir svo í tennis við fullorðna fólkið á laugardögum - og eftir hremmingar síðustu helgar á vellinum stefnum við á að ráða okkur tenniskennara við fyrsta tækifæri (og Kiddi fær ekki að koma með). Næsta helgi er það svo heimsókn í stórborgina til Eriks og Bylgju - fótboltaleikur og St. Patrick's Day. Það verður sérstaklega skemmtilegt.

Hjördís er líka á kafi í frönskunni og er svo líka komin í fótboltalið - alvöru belgískt fótboltalíð. British United FC er núna aðalliðið á heimilinu (að einhverjum enskum liðum og Val ólöstuðum). Alvöru æfingar á miðvikudögum og svo hörkuleikir um helgar - eins og myndin ber með sér.

IMG_4551 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband