21.8.2011 | 14:19
International School of Brussels
Nú fer hversdagurinn að taka við hér í Belgíu. Í morgun keyrðum við Guðbjörgu og Kristinn út á flugvöll eftir að hafa haft þau í tíu daga frábærri heimsókn - Takk fyrir allt.
Í dag, sunnudag, fórum við að skoða nýja skólann hans KK - International School of Brussels. Öllum nýju krökkunum og fjölskyldum þeirra var boðið í skólann að skoða og drekka djús. ISB, eins og skólinn er kallaður, er eins amerískur og amerískt verður. Allir einstaklega almennilegir og kurteisir. Á þriðjudaginn er svo annar kynningardagur þar sem KK hittir bekkinn sinn í fyrsta skipti og velur sér hljóðfæri (já hljóðfæri sem hann verður að æfa á í tvö ár). Hann fer líka í læknisskoðun svo hann komi ekki með einhverja íslenska sjúkdóma.
Á miðvikudaginn er svo fyrsti skóladagurinn. Í næstu viku eru svo fótboltaæfingar þar sem Coach Eitthvað velur 16 krakka í fótboltalið skólans - ef það gengur ekki verður líklega grátur og gnísta tanna hérna í Belgíu.
Í vor fer svo einkaprinsinn í skólaferð til Þýskalands en ferðin á næsta ári verður til Flórens þar sem litli listaprinsinn mun skoða listaverk með bekknum - rosastuð.
Sendum vonandi myndir frá skólanum á þriðjudag:
Þeir sem vilja kíkja betur á skólann geta farið hingað: http://www.isb.be/
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2011 | 10:36
Rosamikið að gera
Bloggskortur síðustu vikna er svo sannarlega ekki til kominn vegna fréttaleysis - þvert á móti hefur varla verið dauð stund til skrifta.
Daginn áður en Matthías fór komu Hrefna og Stebbi í heimsókn með Júlíus og Ragnheiði Máríu. Með flugvélinni sem þau fóru til Íslands komu Kristinn og Guðbjörg í heimsókn. Þau verða hér í Evrópusambandinu frá á sunnudag (í næstu viku koma svo Daði, Óli og Erik).
Með Hrefnu, Stebba og krökkunum var barnabelgía tekin með stormi. Við fórum í skemmtigarðinn Walibi þar sem við skelltum okkur í rússíbana og klessubíla. Eiturgott belgískt stuð. Við fórum líka í vatnsrennibrautagarð og síðast en ekki síst fórum við í kajak-ferð í Ardennafjöllunum. Þar rérum við í gegnum skóg, framhjá höll og niður flúðir - mjög skemmtilegt. Tómasi og Stebba tókst líka að gera góðan skurk í bókinni "Around Brussels in 80 beers". Hápunkturinn þar var vafalítið "volgur, goslaus og súr" Gueze bjór á Morte Subite. Stelpurnar fengu svo barnslausan dag til að versla og dansa. Hápunktur heimsóknarinnar var þó vafalítið þegar Hrefna tók armbeygju númer 1.000 - en samkvæmt húsreglunum kostar 30 armbeygjur að segja ljótasta orð í heimi samkvæmt KK (Fxxx). Við bíðum nú eftir þakkarskeyti frá foreldrum hennar fyrir að hafa klárað uppeldið fyrir þau svona snemma á fertugsaldri dótturinnar.
Það hefur ekki verið minna um að vera eftir að amman og afinn komu. Kristinn Kári var við það að sprynga af spenningi á flugvellinum. Hann var þó í heilu lagi þegar þau loks komu út og hann gat veifað íslenska fánanum eins og honum hafði aldrei verið veifað áður.
Með ömmuna og afann í farteskinu keyrðum við strax morguninn eftir á Normandy-ströndina (á leiðinni sáum við reyndar andlit Jóhannesar skírara sem geymt er í Amiens í Frakklandi. Þar skoðuðum við innrásarstrendur bandamanna, einn refil (ekki hægt að fara í frí nema að skoða amk einn refil) og Mont St.-Michel. Þaðan fórum við í örstuttan túr um París - en tókst þó svo sannarlega að sjá allt það merkilegasta (m.e.a.s Versali ásamt um milljón öðrum túristum). Fórum m.a. á La Coupolle þar sem við héldum upp á fimmtugsafmæli Guðbjargar. Á þessum risastóra stað slökktu þjónarnir ljósin og gengu syngjandi inn salinn með logandi tertu. Guðbjörg horfði með samúðaraugum á eldgamla konu á næsta borði - sannfærð um að verið væri að koma þeirri gömlu á óvart. Þegar þjónarnir staðnæmdust við okkar borð var hún enn sannfærð um að þetta væru einhver mistök eða að þjónarnir væru bara að hvíla sig. Stuttu seinna varð hún eldrauð í framan, orðin fimmtug í París (en þó hvergi annars staðar).
Til þess ferða-púlsinn héldist áfram nægilega hár (þetta var eins konar cross-fit ferðalag) keyrðum við frá París niður í alpana þar sem við gistum í St. Gervais sem er næsti bær við Chamonix. Þar fórum við upp á Mont Blanc, keyrðum til Sviss og gengum um fallega bæi og fjöll (og borðuðum kartöflur og pizzu með bláberjasultu sem skolað var niður með nær ódrekkandi súkkulaðibjór).
Nú erum við sem sagt komin aftur til Brussel (eftir að hafa keypt sinnep í Dijon) og ætlum að hafa nokkra náðuga daga. Hversdagurinn snýr svo aftur í næstu viku þegar KK byrjar í skóla, Tómas fer aftur í vinnuna og Hjördís byrjar að læra frönsku.
24.7.2011 | 17:19
Leikfélagi
Kristinn Kári fékk einstaklega góða sendinguna fyrir viku síðan þegar Matthías frændi hans og vinur kom einn síns liðs frá Íslandi. Kristinn Kári taldi niður dagana, klukkutímana og mínúturnar þangað til að Matthías kom - ekki það að skilja að við höfum ekki verið skemmtileg og hress - en við kunnum greinilega ekki alla 9 ára brandarana.
Frá því Matthías kom hefur verið eitt allsherjar prógramm og við höfum ekki látið rigningu síðustu þriggja vikna stöðva okkur í því. Þeir frændur eru búnir að fara í náttúrminjasafn að skoða risaeðlur og lifandi kóngulær (risaeðlurnar voru dauðar), sundlaugagarð þar sem öldulauginni voru gerð góð skil og herminjasafn. KK hefur verið í strangri þjálfum síðustu vikur og gerir nú 50 upphýfingar á dag. Hann verður orðinn rosalegur með haustinu - og vonandi geta þá foreldrarni amk 5.
Á fimmtudaginn í síðustu viku var líka þjóðhátiðardagur Belga. Þá borða Belgar vöfflur og horfa á hersýningar. Við vorum eins og innfædd og stóðum í grenjandi rigningunni á meðan herbílar og götusópar óku hjá. Við sáum m.e.a.s. belgíska konunginn og drottninguna auk þess sem allar gerðir belgískra nautgripa voru til sýnis - einstaklega mikið stuð.
Við höfum ákveðið að nú sé komið nóg af rigningu. Á fimmtudaginn fær Hjördís sinn eigin leikfélaga þegar Hrefna kemur í heimsókn með Stebba og börnin. Allir mjög spenntir fyrir því.
Hér má svo sjá Kristinn Kára bjarga evrunni í síðustu viku - og ekki vanþörf á því:
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2011 | 20:43
Flugur og hamingja á Moonensstræti
Þrátt fyrir að belgískir krakkar séu stútfullur af sykursætum vöflum og mennirnir marineraðir í dökkum bjór og konurnar í kirskuberjabjór hafa belgískar flugur tekið ástfóstri við Kristinn Kára. Nýi strákurinn á Moonensstræti hefur á undanförnum tveimur vikum náð sér í bit um allan líkamann, jafnvegl eitt á augnlokinu, annað á kinninni og það þriðja á enninu. Fullorðna fólkið í smáfjölskyldunni hefur hins vegar sloppið nokkurn vegin óskaddað frá þessari baráttu - kannski það sé kínín í bjórnum eða hvítvíninu?

Hamingjan kom annars í heimsókn hingað í gær þegar í ljós kom að Matthías - frændi og besti vinur Kristins Kára - kemur í heimsókn á mánudaginn og verður hjá okkur í tíu daga. Eftir að hafa spilað fótbolta við frönskumælandi stráka úr Benetton-auglýsingu verður KK vafalaust ánægður að þurfa ekki að giska á hvað le ball, le marque, le corner og merde þýða.
Við stefnum að því að fara með Matthíasi á vatsrennibrautagarðinn ógurlega (sem er stútfullur af belgum í litlum sundskýlum, rennibrautum og vatni) og vonandi að kíkja á risaeðlur. Svo er bara mesta stemmningin að sjá hvort það rigni áfram hjá okkur - ef ekki þá verður jafnvel lestarferð út á strönd.
Á meðan Tómas reynir að draga þjóðina á afturlöppunum inn í Evrópusambandið hafa Hjördís og KK lagst í blóma- og kryddrækt. Blómin eru á norðursvölunum á meðan basilika, timían, graslaukur, steinselja og mynta eru ræktuð á suðursvölunum.
7.7.2011 | 21:03
Bruxelles Douze Pointe
Við erum loksins að verða búin að koma okkur fyrir hér í fyrirheitnalandinu og því ekki úr vegi að byrja að blogga aftur - amk fyrir ömmur og afa sem hafa ekki facebook.
Það hefur verið mikið að gera fyrsta hálfan mánuðinn. Föstudaginn eftir að við komumst út fyrir höftin mætti frönskumælandi strákahópur til okkur og ruslaði búslóðinni inn. Á aðeins fjórum tímum var búið að hífa heila búslóð upp á þriðju hæð og taka allt úr kössum. Ótrúlega snaggarlegir drengirnir skildu okkur eftir með íbúð og húsgögn á hádegi og þá var hægt að fara að raða öllu saman. Næstu dagar fóru í að raða húsgögnum og setja saman nýja skápa og kommóður frá IKEA (ferðasögurnar úr IKEA koma svo út í bók fyrir næstu jól). Kristinn Kári hitti reyndar íslenskan strák sem heitir Bubbi og fékk að fara með honum í skólann (ISB) og leyst rosalega vel á það.
Þar sem við erum komin til útlanda leituðum við að strönd (svo allir í smáfjölskyldunni gætu leikið sér) - því það er alltaf sól og sumar á sumrin í útlöndum. Keyrðum í einn og hálfan tíma til De Haan þar sem gamalt fólk fer og lætur Norðursjávarhafgoluna leika um skallann. Hjördís fór aldrei undan teppinu og hélt því fram að það væri kalt - en strákarnir voru á öðru máli. Næst förum við bara þegar það er ekki sjávarþoka á ströndinni.
Á mánudaginn í síðustu viku kom svo Helga Pálma vinkona okkar í heimsókn. Við sýndum henni stórborgina og fórum svo frá fimmtudegi fram á sunnudag á rokkhátiðin Rock Werchter. Þar tjölduðum við með útskriftarárgangi Versló og öðrum hressum Íslendingum sem virtust alltaf vera að koma af tónleikum með Stebba og Eyfa því vinsælasta lagið á tjaldstæðinu undir morgun var alltaf "Nína - óh - Nína - óh" með smá slettu af þjóðsöngi Íslendinga. Við sáum og hlustuðum á eftirfarandi hljómsveitir:
Coldplay sem voru með flugelda, leiser og ljósasjóv, Beady Eye sem var einu sinni í Oasis, EELS sem kunnu á músík, Queens of hte Stone Age sem voru nokkuð harðir, Hives sem voru með hroka, Hurts sem skemmtu stelpunum, Triggefinger sem voru gamlir og belgískir (svolítið eins og bjórleginn ostur), White Lies sem voru ollu vonbrigðum, the National sem voru frábærir þótt hljóðið hafi ekki unnið með þeim, Arctic Monkeys sem voru mjög þéttir og gerðu unglingsstelpur alveg brjálaðar, Kings of Leon sem voru amerískir, I Blame Coco sem var mjög skemmtileg en með ótrúlega líka talrödd og söngvari Kings of Leon, Elbow sem voru með skegg, PJ Harvey sem var ekki með skegg en olli okkur líka vonbrigðum þrátt fyrir góða tónlist, Portishead sem voru frábær þó Belgar hafi ekki alveg kunnað að meta hversu frábær þau voru, Everything Everything sem voru með dansskotna popptónlist sem Hjördís kunni ekki að meta, Kasabian sem voru ekki alveg að finna sig (kannski af því þeir voru að reyna að vera mjög harðir undir hádegissól), Two Door Cinema Club sem stálu hátiðinni með sínum rauðhærða söngvara, Kaiser Chiefs sem okkur langar að sjá aftur í nóvember, Grinderman sem sannaði enn einu sinni hversu töff Nick Cave er (sérstaklega þegar hann tók miðaldra konu sem langaði í eiginhandaráritunupp á svið ), Fleet Foxes sem eru jafnvel betri á tónleikum en í hljóðveri (og söngvarinn ætlaði að fara að gráta út af fagnaðarlátunum), Iron Maden sem skemmti okkur ekki, Robyn sem lét stelpurnar dansa og the Black Eyed Peas sem létu stelpurnar dansa minna (þá voru reyndar Tómas og KK farnir heim með lestinni).
Við mælum sem sagt með Rockwerchter 2012 fyrir alla.
Á mánudaginn síðasta byrjaði Tómas svo að vinna - en þó ekki of mikið þar sem það er sumar og það er nauðsynlegt að gera ýmislegt annað.
Bloggum vonandi fljótlega aftur - og þá kannski aðeins styttra.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2009 | 15:17
Angkor What?
Jaejaj
Ta erum vid aftur komin til Ho fraenda eftir sma uturdur til Kambodeiu = eda kambo eins og vid kollum landid. Khmerar eru serstaklega huggulegt folk. Greinilega ekkert eins og tessir raudu Khmerar. Okkar hljota ad hafa verid blair.... eda graenir. Angkor wat er serstaklega flott. Oll hin musterin lika. Allt eins og Tomb Raider. Loksins skiljum vid hversu fraebaer su mynd er. Vid letum lika fiska nasla i dautt skinn a fotum.... Takk Dadi fyrir ad starta tvi trendi. Vid drukkum lika okkar skerf af Ankgor bjor. 0.5 dollar a glasid. Glaepur ad sleppa tvi. Madur turfti lika ad halda drykkjunni vid i 34 gradum og gridarlegum raka. Tokum tuktuk ut um allt. Teir eru reyndar kalladir ramong i Kambo. Vid reyndar gleymdum ad tekka a vedrinu adur en vid logdum af stad. Tegar vid komum a svaedid voru allir eiturhressir, enda vid fyrstu turistarnir ta vikuna. Vid gleymdum ad tekka a tvi ad fellibylurinn sem spaendi i sig Filipseyjar og Mid Vietnam olli gridarlegum flodum i Kambo. Hne hatt vatnir var rett buid ad sjatna nottina sem vid maettum a svaedid.
Erum nuna i Saigon. A morgun eru tad gongin sem Vietkong notudu til tess ad strida konunum... Amerikonunum ekki konum (svona ef Dadi aetlar ad fara ad snua ut ur). Svo forum vid nidur i osholma Megkong og tadan heim.
Bless i bili.
9.10.2009 | 15:05
Sofum helst ekki a fostu landi
Sidustu fimm naetur hofum vid sofid 3 i lest og eina i bat. Nu erum vid ad gera okkur tilbuin fyrir adra nottina a hoteli - med mjuku rumi og ollu. Fjallaherud Vietnam voru serstaklega falleg. Folk vappadi um i skritnum buningum og vildi selja okkur allt lauslegt. Vatnabuffali a 50.000 kall og litill a adeins minni pening. Tomas endadi bara a ad kaupa gydingahorpu eftir ad 90 ara kona hotadi ad bida fyrir utan hotelid tangad til hann keypti eitthvad. Mistokin voru ad segja maybe I buy later.... tiu timum sidar kom hun hlaupandi> I lemembel you... og ta var stridid tapad.
Vid reyndar turfum ekki ad hafa ahyggjur af karma naestu misserin tvi Hjordis mistok um daginn buddaskrini fyrir skal fyrir tjorfe. Eftir ad hun tips-adi Buddann kom eigandi sjoppunnar hlaupandi og bad fyrir okkur og nalaegum gestum. Kannski vid gerum tetta oftar. Budda vantar greinilega pening.
Eftir ferdina til Sapa skelltum vid okkur svo i lest til Hoi An (adeins 15 timar) og erum tar nu. Vid fottudum hversu vel var buid ad VIP klefunum okkar tegar vid saum 6 Vietnama i 2 fermetra klefa sem maladur var i haelis-graenum lit... Okkar var mun finni med roandi raudum og gulum.
Her er allt fullt af skroddurum sem vilja snida fina kjola a Hjordisi. Rosagaman. Strondin a morgun enda full heitt fyrir nokkud annad. Sidan verdur tad bara Hanoi og svo Kambodia... tvi eitt land er ekki nog.
5.10.2009 | 10:24
Ha Long
Allir virdast mjog gladỉ her i nam. Hotelstjỏinn byrjar allar samraedur a Kiss me.... tok okkur smatima ad fatta ad hann var ad segja Excuse me... Forum til Halong Bay i gaer. Sigldum tar um floann og gistum a bat... rosafint og maturinn otrulegur - 17 sortir og ekkert minna fyrir biskupinn. Sol og sumar her i nam. Nog af myndum tegar vid snuum aftur i sidmenninguna.
Umferdin her er alveg rosaleg. Menn keyra a 50 km/h og nyta restina af orku bilsins til tess ad flauta... orugglega kjarnorkuknunar flautur. Teir sem verda fyrir, teir verda bara fyrir. Eina sem er ad gera er ad arka stadfastur ut a gotuna og vona tad besta.
Forum i kvold upp i fjollin vid landamaeri Kina, nanar tiltekid til Sapa. Verdum tar i tvo daga. Svo aetlum vid ad fara ad koma okkur nidur undir mitt landid.... med 19 tima lestarferd.
3.10.2009 | 15:54
Ur einu kommarikinu i annad
Eftir aesispennandi 3+19 tima flug erum vid maett til Hanoi - ekki a Hanoi Hilton med McCain oldungardeildarmanni heldur Hotel Serenity tar sem Tomas er kongurinn. Vid maettum i eftirmidaginn og managerinn tok a moti okkur med ordunum> Tomas, welcome - um leid og hann ytti odrum vidskiptavinum fra til tess ad ganga fra okkar malum. Hann hefur pantad handa okkur leigubila og okeypis naetur a hoteli > af tvi ad vid erum Tomas. Engin onnur skyring. I nott mun hann leita ad odyru flugi til Kambodiu tar sem vid aetlum ad vera eftir midja naestu viku.
Hanoi buar halda lika upp a mid-haust hatidina i dag okkur til heidurs. Allar gotur eru fullar af folki i partyskapi og otekkum bornum. Mjog gaman fyrir okkur utlendingana. Annars er otrulegt ad enn hefur enginn tekid feil a okkur og innfaeddum > kannski tad se myndavelin og lonely planet bokin.... eda kannski hargreidslan. Erum ekki viss. Eftir mikla uttekt a Hanoi forum vid a brudusyningu > eda rettara sagt, sernordurvietnamska vatnabrudursyningu. Tad var serstaklega heilnaem skemmtun. Hjordis nadi reyndar ad vinna um sma svefnskort sidustu daga en Tomas fylgdist med af tekktri innlifum a toff listformum. A morgun er ferdinni heitid ut a Halong Bay - 2 daga cruise - Nice.... Eftir tad er tad Sapa vid landamaeri Kina og ad tvi loknu munum vid berja lik Ho Chi Min augum og taka sidan lest sudur a boginn. - verdurm 'i tolvusambandi i fyrsta lagi eftir 2 daga-skjotum inn frettum tegar vid getum !
Ekkert stress, bless.
T & H
26.6.2008 | 03:34