5.3.2007 | 15:16
America's Next Top Model
4.3.2007 | 16:44
Gleðilegt ár
Ári villisvínsins var fagnað með risastórri skúðgöngu á laugardagskvöldið. Bærinn var fullur af Kínverjum sem voru hverjum öðrum glaðari. Drekar og ljón í röðum. Síðan kom borgarstjórinn á opnum blæjubíl ásamt ungfrú Kaliforníu - verður ekki mikið amerískara en það.
Dagurinn byrjaði þó ekki með kínaskrúðgöngu. Við höfðum þá sleikt sólina (sem er heit) í Golden Gate garðinum með Eggerti, Lindu, Degi og Mímósu. Strákarnir léku sér í klifrugrindum, trjám og fótbolta á meðan þau fullorðnu unnu að beis-taninu og lærðu.
2.3.2007 | 06:59
4,2 en húsið stendur enn
Hver dagur er öðrum meira spennandi hérna við Flóann. Eftir að hafa opnað 2 dollara hvítvínið með fimmtudagsmatnum tók húsið að hristast - og það var ekki vegna feita fólksins á efri hæðinni, ónei. Fyrsti jarðskjálfi smáfjölskyldunnar í San Fran reyndist 4,2 á Richter. Enginn Suðurlands- eða Dalvíkurskjálfti en nokkuð sterkur svona upp á fimmtu hæð hérna á landfyllingunni.
Annars var barnið sent í ástandsskoðun í dag - það er skylda fyrir alla nýbúa. Það var potað í hann á alla kanta og allir krókar og kimar skoðaðir. Svo var hann sprautaður með hinum ýmsu bóluefnum svo Kanarnir smitist ekki af hvalveiðiáhuga eða kvefi. Barnið tók þessu nokkuð vel - og varð hinn sáttasti þegar hann fékk límmiða í staðinn fyrir fjórar sprautur, pot og hlust. Á laugardaginn verður skrúðganga í tilefni af nýja ári Kínverjanna (eða kannski þeir ætli bara að fagna 3. mars af krafti - hann kemur líka bara einu sinni á ári). Það er ár svínsins - arabavinir Tómasara eru missáttir við það.
1.3.2007 | 22:12
Kominn á internetið
http://www.cda-cdai.ca/Vimy_Papers/Defence%20Requirements%20for%20Canada's%20Arctic%20online%20ve.pdf
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.3.2007 kl. 06:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2007 | 04:06
Paradísarheimt
27.2.2007 | 03:31
Hamingjusamasti staður á jörðinni
"Erum við komin?" var spurt 873 sinnum á leiðinni niður I-5 til Disney-lands. Ferðin tók um sex tíma og var svo sannarlega þess virði. Við fórum í nætur-sund í góðum hita á föstudagskvöld. Við sólarupprás hrópaði Kristinn Kári "gleðilegan Disney-dag" og við tóku tveir dagar af Disney-brjálæði.
Disney-land er geðveikt að mati Kristins Kára. Þegar við komum inn í garðin hittum við Mikka og Guffa - og fengum myndir af okkur með þeim síðarnefnda. Við fórum í fullt af tækjum. Kristinn Kári var pínu-hræddur við sumt, t.d. sjóræningjatæki sem honum fannst samt mest töff. Tómas komst líka í Magic Mountain - rússíbana sem hann heyrði fyrst um árið 1988. Á leiðinni heim heyrðum við bara Disney-lög og sáum fljúgandi Dúmbó-fíla þegar við lokuðum augunum. Við munum líka setja inn myndir af ferðinni á myndasíðuna.
21.2.2007 | 05:37
Þrjú fræknu verða fjögur: Öku-Tómas, Hjördís, KK og Ragnar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.2.2007 | 05:19
SPF15 í febrúar
15.2.2007 | 05:43
Þegar heilagur Valentínus gaf börnunum gjafir
14.2.2007 | 04:14