Vaknað í Brussel

Síðustu tíu daga hafa allir á Rue Moonens þurft að vakna (eldsnemma) í Brussel. KK er búinn að vera í skólanum í 10 daga og Hjördís byrjaði að læra frönsku á mánudagsmorgun - nú situr hún bara í sófanum og telur upp á hundrað og segir stöðugt Je M'appelle Hyuurdís (og hún verður fljót að læra stafófið þegar hún þarf að stafsetja Ágústa Hjördís Kristinsdóttir).

img_3399.jpgimg_3391.jpgÁ laugardaginn skelltum við okkur á ströndina í 30 gráðu hita með Jónda og Siggu - og fengum lánaðan Bubba, íslenskan vin KK úr skólanum. Hittum þar líka íslenska fjölskyldu sem býr rétt hjá okkur sem á m.a. strák sem er ári eldri en einkasonurinn. Belgíska ströndin er stórfín - engin Costa del Sol, en stundum sól og alltaf sandur. Nýi bíllinn passar sérstaklega vel í svona ferðalög. Fyrir áhugasama um uppeldið á heimilinu þá þurftu Jóndi og Sigga bæði að gera fjöldan allan af armbeygjum - en eru þó aðeins háldrættingar miðað við sorakjaftana Hrefnu og Erik. 

 img_3420.jpgimg_3415_1108340.jpg

Fyrsti leikur ISB Raiders var í þriðjudag. Úrslitin skipta ekki máli - amk ekki í dag - en KK (nr 16) stóð sig vel. Það eru 16 krakkar í liðinu (þar af 2 stelpur) og þjálfari með upphandleggina að láni frá Magnúsi Ver. Liðið mun á næstu vikum ferðast til Bonn, Frankfurt, Haag og Lúxemborgar að keppa. Við ætlum að reyna að fara í ferðalag og sjá einkasoninn spila.

 


Bloggfærslur 6. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband