17.1.2007 | 03:41
Vísindi, ís og ónýtar appelsínur
Á mánudaginn var Martin Lúther King dagurinn (fyrir þá sem eru fyrir ættfræði þá var hann hvorki skyldur Martin Lúther né Larry King). Þá er frí í Bandaríkjunum. Við tókum okkur upp og fórum í ferðalag, alla leiðinni á Vísindasafnið (Exploratorium). Þó að við séum komin með lest fyrir utan húsið þá tókum við strætó - sem Hjördís er alltaf jafnánægð með. Safnið sem er hinum megin í bænum er í raun stór geymir fullur af dóti sem krakkar mega leika sér með, snerta og fikta í. Þeir sem þekkja Kristinn Kára vita að þar líður honum vel. Á leiðinni heim stoppuðum við síðan á North Beach (sem er ítalska hverfið) og fengum okkur pasta og ís, jafnvel besta ís í heimin. Arnold Swartzenegger varði hins vegar deginum á hamfarasvæðum Kaliforníu eftir kulda helgarinnar. Ónýtar appelsínur eru um allt og fólk er miður sín - það er þó lán í óláni að vínið virðist hafa sloppið óskemmt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:44 | Facebook
Athugasemdir
Var Martin Lúther King dagurinn á mánudaginn? Ég steingleymdi því. Ég var svo upptekinn að minnast þess að þá voru 56 ár síðan Ilse Koch, kona yfirmanns Buchenwald útrýmingabúðanna, var dæmd í ævilangt fangelsi. Hún var yfirleitt kölluð "tíkin frá Buchenwald" (en fyrir þá sem eru fyrir ættfræði var hún samt ekki skyld tíkinni í samfylkingunni).
Da-Mixa (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 10:25
Ég var líka að fagna 56 ára afmæli fangelsisdóms Ilse Koch og eyddi deginum á Austurvelli með fána. Af hverju mættir þú ekki þangað Daði?
Fróði (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.