Sól og sumar í San Francisco

Loksins, loksins. Við erum búin að bíða eftir sumrinu hér í Kalifórníu í allan janúar. Nú er það loksins komið með 16 gráðu hita og sól um helgina. Á laugardaginn fórum við á matarmarkaðinn við höfnina og buðum svo Íslendinga í mat. Það var mjög gaman. KK var jólaspenntur allan daginn fyrir því að fá einhvern til þess að leika við sig með allt dótið. Á sunnudeginum höfðum við það bara rólegt og fórum með KK á leikvöll. Tómas er annars að leggjast yfir landafræði Suður-Ameríku með aðstoð bjórtegunda, er að verða búinn með Mexíkó og er kominn til El Salvador.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit hvar svona landafræðirannsóknir enda... á Betty Ford , sem er skammt undan.

 Kveðja

Þröstur

Þröstur (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 08:43

2 identicon

Lýst vel á þig Tómas. Býst við að fá landafræðiupdate áður en ég fer út. Hef ekki tíma til að drekka ófullnægjandi bjór.

kveðja, Erik 

Erik (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 20:44

3 identicon

Ég er mjög spennt að sjá hvað ferðaskrifstofa Hjördísar og Tómasar hefur upp á að bjóða, hún hefur ekki klikkað hingað til. Svooooo þægilegt þegar það er hugsað fyrir mann, ég get alveg vanist þessu. Kv. Helga

Helga (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 08:17

4 identicon

Ef mér skjátlast ekki, þá er sumarið á næsta leyti hér á Íslandi líka.

 Ef mér skjátlast ekki.

Fróði (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:34

5 identicon

Ég held að ég myndi nú afþakka það að enda á Betty Ford, (88) hún er svona í eldri kanntinum. En fyrir svona 60 árum ... vavavíva

bkv. Da-Mixa

Da-Mixa (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 13:15

6 identicon

Mér finnst vinir Tomma fyndnari en bloggið hans.

Erik (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 16:30

7 identicon

Mér finnst vinir Tomma fyndnari en vinir Hjördísar.

Fróði (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 12:53

8 identicon

Hei Tommi, ertu ekki staddur í Ur(u)g(u)ay? Hehe.  hehe. ehheh.

...eh

Kv. Da-Mixa.

Da-Mixa (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 13:00

9 identicon

Held að Tómasi finnist vinir Hjördísar skemmtilegri en sínir eigin!!!

Hóffý (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband