Khaff Khalas

Jæja þá er Tómas kominn aftur í skóla. Er nú á hverjum degi í arabískutímum. Í tímunum eru langflestir arabar. Þeir sem eru það ekki eru mjög skrítnir. Hann verður svo líka í tímum um íran og sögu arabanna. Það ætti að henta. Nú stendur heimilið reyndar á haus því á mánudaginn verður tekið skriflegt bílpróf svo við getum gengið frá bílakaupum. Strætótinn sem við tökum á hverjum morgni minnir helst á hraðleiðina Kleppur-Kleppur og keyrir fram hjá hinu merka hverfi Tenderloin hérna í San Franfrisco (og það er víst bannað að kalla borgina Frisco). Tenderloin heitir eftir samnefndri steik en er hvorki safaríkt né seðjandi. Hverfið dregur hins vegar nafnið sitt af því að þær löggur sem voru sendar þangað á bannárunum fengu aukasteik í matinn því vaktin var svo hættuleg. Í fréttum er það annars helst að mysingurinn er að verða búinn. Góðar ömmur og aðrir mega endilega senda neyðabirgðir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjum dettur líka í hug að segja Friskó? Það segja allir SanFran. Hitt er halló.

PS. erum búin að segja kisa frá nýju eigendum hans. Hann fór beint í kattakassann og iðaði þar í 2 klukkkutíma. Kom svo út og var orðinn sátttur.

Erik (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 11:44

2 identicon

PPS. Samgleðst vegna einkabifreiðarinnar. Public transportation is so third world...

Erik (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 11:57

3 identicon

Diskó-SanFran??? Það sér það hvert mannsbarn að það gengur ekki. Ég styð Friskó heilshugar. bkv. Da-Mixa

Da-Mixa (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband