Hjólað og hjólað

Síðasta föstudag í hverjum mánuði safnast hjólalúðar í San Francisco (og fleiri borgum) saman og hjóla og hjóla um götur borgarinnar til þess að minna á sig með því að stoppa umferð. Tómas skellti sér með. Var sérstaklega töff á konuhjólinu hennar Hjördísar (þar sem strákahjólið er ennþá stolið). En eins og venjulega þá skiptir engu máli hvernig maður er, það er alltaf einhver skrítnari. Það var rignig svo það mættu bara nokkur hundruð manns, en venjulega eru þarna nokkur þúsund manns á hjólum. Þurfti bara að passa mig á að segja engum þarna að stærsti draumurinn minn er að eignast aftur bíl og hætta þessum strætóferðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband