Á ströndinn í besta hverfi Bandalíkjanna

Fórum á laugardaginn í heimsókn Richmond hverfið, sem það besta í Bandalíkjunum. Þar eru bestu veitingastaðirnir, bestu kaffihúsin og bestu leikvellirnir. Robin Williams býr líka þar ásamt Eggerti, Lindu og Degi (KK sagði reyndar að hann þekkti engann Degi). Við fórum á Kínaströndina (þar voru samt engir Kínverjar en hópur af strangtrúuðum gyðingum) og höfðum það mjög gott og fengum okkur mímósu í sólinni. KK lærði á brimbretti á ströndinni, undir dyggri handleiðslu fagmanns. Næst verður það alvöru bretti, svo bara júkaleilí, hawaiiskyrtur og hálsmen - þá verður þetta orðið almennilegt. Nú er verið að læra fyrir bandaríska bílprófið. Mikilvægt að muna að það má senda mann í sex mánaða fangelsi og sekta um $1000 fyrir að skilja dauðvona dýr eftir á þjóðvegi (og þar er sko ekki gert upp á milli dýra) - svo er alveg stranglega bannað að flauta á blint fólk. Við ætlum að reyna að sleppa því - en getum ekki lofað neinu. Myndir af atburðum helgarinnar munu birtast innan tíðar á Internetinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef fulla trú á Ameríkönunum, það mun væntanlega vera ærin ástæða fyrir beljusektinni.

Erik (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband