2.2.2007 | 07:06
Engum að treysta, ekki einu sinni Bette Midler
Fræga fólkið á heima í Bandaríkjunum alveg eins og sést í sjónvarpinu. Draumum okkar var svarað þegar Bette Midler kom og söng á bílastæðinu okkar (þar sem við munum í bráðum geyma okkar eigin bíl í stað þess að dást að öllum öðrum) fyrir krabbameinssjúk börn. Við vildum ekki vera fyrir börnunum svo við vorum bara inni og misstum af herlegheitunum. Annars er kalt hérna við flóann - eins gott að við eigum ekki blæjubíl. Bíllinn verður með þaki svo þokan og heimilslausa fólkið sleppi ekki inn. Hins vegar taka Tómas og Kristinn Kári núna gamlan sporvagn hluta af leiðinni í skólann og hann er ekki með þaki yfir sér öllum - við reynum því að forðast þokuna, humarinn og heimilsleysingjana. Annars tók Tómas upp veskið sitt á almannafæri í dag. Þá kom heimilslaus kona (ekki Bette Midler) að honum og sagði "watch out, the blacks could take it from you" - þannig var nú það. Engum að treysta.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mér skilst að það sé fleira sem maður ætti ekki hætta á að taka út á almannafæri í Stan Franco Friskó, allavegana ekki í ákveðnum hverfum borgarinnar.
Da-Mixa (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 08:39
Ertu að tala um humarinn?
Þröstur (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.