4.2.2007 | 17:10
einn, tveir og hjúkra
Hjördís fer í miðannarpróf í vikunni - og því mikil spenna á heimilinu. Tómas og Kristinn Kári fóru í bíltúr með Eggerti og Degi yfir Golden Gate brúna í gær. Fórum yfir til Tiberon, sem er nálægt Sósalító (fyrir þá sem þekkja til hérna við flóann eða hafa farið að heimsækja Lars Ulrik á heimaslóðir hans). Fórum í fótbolta og fengum okkur ís. Tómas prófaði hjólabretti - og já það er bannað að hlæja. Það var fínt veður og allir kátir - enda ekki annað hægt á góðum degi við flóann. Hérna eru rosalega flottir leikvellir út um allt. Ekki bara hin heðbundna ferna af stálrennibraut, rólum, vegasalti og sandkassa. Í dag (sunnudag) er Superbowl knattleikurinn. Strákarnir stefna líka að því að láta sig hverfa og horfa á leikinn til þess að leyfa Hjördísi að æfa sig fyrir bráðahjúkrunarprófin. Tómas stefnir nú að því að fara á tónleikahátíðina Coachella í lok apríl. Þar munu Sonic Youth, Interpol, Björk ofl. ofl. spila músík í eyðimörkinni í þrjá daga. Fyrir þá sem hafa áhuga þá getið þið kíkt á Coachella.com.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
æi gat þessi hátíð ekki verið í lok mars....
Helga (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 01:12
Við framlengjum bara ferðina!!!
Kv. Hóffý
Hóffý (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 01:59
hefur ferðaskrifstofa Tómasar heyrt af einhverjum tónleikum í ágúst?
Bylgja (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.