6.2.2007 | 01:17
Christinn eða Kristinn?
Kristinn Kári er á mjög alvarlegu "af hverju" stigi. "Af hverju er maðurinn að biðja um pening", "af hverju rötum við heim", "af hverju er þessi kall í kjól" o.s.frv. Hann er líka búinn að finna eitt mjög merkilegt út. Þegar hann er í skólanum, eða skrifar nafnið sitt bara með litlum stöfum þá heitir hann Christinn - hann vill þó enn að við köllum hann Kristinn. Honum finnst ekkert af þessu skrítið, enda eru um 18 tungumál töluð í skólanum og flestir skólafélagar hans tala a.m.k. tvö. Strákarnir horfðu annars á Superbowl (eða superballs eins og húsmóðirin sagði) á sunnudaginn og Hjördís lærði og lærði. Öll umferð datt niður og stemmningin var eins og eurovisionkvöldi á Íslandi - enda sagði kynnirinn fyrir leikinn "this is the biggest sports event in the world" (og ekki lýgur sjónvarpið).
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.