13.7.2011 | 20:43
Flugur og hamingja á Moonensstræti
Þrátt fyrir að belgískir krakkar séu stútfullur af sykursætum vöflum og mennirnir marineraðir í dökkum bjór og konurnar í kirskuberjabjór hafa belgískar flugur tekið ástfóstri við Kristinn Kára. Nýi strákurinn á Moonensstræti hefur á undanförnum tveimur vikum náð sér í bit um allan líkamann, jafnvegl eitt á augnlokinu, annað á kinninni og það þriðja á enninu. Fullorðna fólkið í smáfjölskyldunni hefur hins vegar sloppið nokkurn vegin óskaddað frá þessari baráttu - kannski það sé kínín í bjórnum eða hvítvíninu?

Hamingjan kom annars í heimsókn hingað í gær þegar í ljós kom að Matthías - frændi og besti vinur Kristins Kára - kemur í heimsókn á mánudaginn og verður hjá okkur í tíu daga. Eftir að hafa spilað fótbolta við frönskumælandi stráka úr Benetton-auglýsingu verður KK vafalaust ánægður að þurfa ekki að giska á hvað le ball, le marque, le corner og merde þýða.
Við stefnum að því að fara með Matthíasi á vatsrennibrautagarðinn ógurlega (sem er stútfullur af belgum í litlum sundskýlum, rennibrautum og vatni) og vonandi að kíkja á risaeðlur. Svo er bara mesta stemmningin að sjá hvort það rigni áfram hjá okkur - ef ekki þá verður jafnvel lestarferð út á strönd.
Á meðan Tómas reynir að draga þjóðina á afturlöppunum inn í Evrópusambandið hafa Hjördís og KK lagst í blóma- og kryddrækt. Blómin eru á norðursvölunum á meðan basilika, timían, graslaukur, steinselja og mynta eru ræktuð á suðursvölunum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.