Leikfélagi

Kristinn Kári fékk einstaklega góða sendinguna fyrir viku síðan þegar Matthías frændi hans og vinur kom einn síns liðs frá Íslandi. Kristinn Kári taldi niður dagana, klukkutímana og mínúturnar þangað til að Matthías kom - ekki það að skilja að við höfum ekki verið skemmtileg og hress - en við kunnum greinilega ekki alla 9 ára brandarana.

img_2524.jpg

Frá því Matthías kom hefur verið eitt allsherjar prógramm og við höfum ekki látið rigningu síðustu þriggja vikna stöðva okkur í því. Þeir frændur eru búnir að fara í náttúrminjasafn að skoða risaeðlur og lifandi kóngulær (risaeðlurnar voru dauðar), sundlaugagarð þar sem öldulauginni voru gerð góð skil og herminjasafn. KK hefur verið í strangri þjálfum síðustu vikur og gerir nú 50 upphýfingar á dag. Hann verður orðinn rosalegur með haustinu - og vonandi geta þá foreldrarni amk 5.

img_2532.jpg img_2552.jpgimg_2559.jpg

img_2593.jpg

 

 

 

Á fimmtudaginn í síðustu viku var líka þjóðhátiðardagur Belga. Þá borða Belgar vöfflur og horfa á hersýningar. Við vorum eins og innfædd og stóðum í grenjandi rigningunni á meðan herbílar og götusópar óku hjá. Við sáum m.e.a.s. belgíska konunginn og drottninguna auk þess sem allar gerðir belgískra nautgripa voru til sýnis - einstaklega mikið stuð. 

img_2573.jpg

 

Við höfum ákveðið að nú sé komið nóg af rigningu. Á fimmtudaginn fær Hjördís sinn eigin leikfélaga þegar Hrefna kemur í heimsókn með Stebba og börnin. Allir mjög spenntir fyrir því.  img_2534.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má svo sjá Kristinn Kára bjarga evrunni í síðustu viku - og ekki vanþörf á því:

img_2542.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband