8.2.2007 | 05:33
Tuln light
Tómast kom, sá og sigraði í ökuprófi friskóborgar í dag. Það var allt reynt: upp brekkur, niður brekkur, hundar, kettir og gamalt fólk á götunum en allt kom fyrir ekki. Tómas er því kominn með bílpróf (aftur). Hann var reyndar nokkuð ringlaður þegar prófdómarinn (kínversk kona á miðjum aldri) sagði "prease tuln light". Það er orðið mikil spenna í fjölskyldunni með að eignast bíl - hver strætóferðin á fætur annarri ýtir undir áhugan á einkabílnum. Í gær var Tómas í strætó á leiðinni skólann þegar tveir stórir menn byrjuðu að slást. Bílstjórinn ákvað þá að eina lausnin væri að stöðva vagninn og ganga út. Hann bara hvarf og kom ekki aftur. Fréttir hér snúast nú aðeins um tvennt. Í fyrsta lagi að vinsæli borgarstjórinn okkar hafi óvart sofið hjá eiginkonu besta vinar síns (og bætti því svo við að hann væri alki). Og í öðru lagi að geimfari hafi keyrt yfir Bandaríkin með bleyju til þess að reyna að drepa kærustu ástmanns síns. Annars byrjaði að rigna í dag, sem er verra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
meðan það byrjaði að rigna hjá ykkur þá kom sólin til mín.
Helga
p.s. takk fyrir kveðjuna, ég hlakka mikið til að fá súkkulaðiköku í sanfran.
Helga (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 07:28
Ég vil fá frekari upplýsingar um geimfarann með bleyjuna.
Erik (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 10:27
Kannski hefði mannránið gengið betur ef hún hefði ekki verið með stútfulla bleyju á sér. Mað hefði haldið að NASA myndi velja starfsfólk sitt betur.
Þröstur (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 12:24
Mannræninginn/tilraunamorðinginn vissi, af því að hún er geimfari, að eina leiðin til þess að keyra frá Houston til Flórída án þess að stoppa væri að skella á sig fullorðinsbleyju fyrst.
Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, 8.2.2007 kl. 15:23
Houston til Flórída? Ég fer ekki frá Ártúnsholti niður í Mjódd nema að skella á mig einni pampers-senior, svona til vonar og vara.
Da-Mixa (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 15:03
hahahhaha!!!
En hvernig sefur maður óvart hjá eiginkonu besta vinar síns? Var hún í hans rúmi? og hversu mikið rignir?
Bylgja (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.