International School of Brussels

Nú fer hversdagurinn að taka við hér í Belgíu. Í morgun keyrðum  við Guðbjörgu og Kristinn út á flugvöll eftir að hafa haft þau í tíu daga frábærri heimsókn - Takk fyrir allt.

Í dag, sunnudag, fórum við að skoða nýja skólann hans KK - International School of Brussels. Öllum nýju krökkunum og fjölskyldum þeirra var boðið í skólann að skoða og drekka djús. ISB, eins og skólinn er kallaður, er eins amerískur og amerískt verður. Allir einstaklega almennilegir og kurteisir. Á þriðjudaginn er svo annar kynningardagur þar sem KK hittir bekkinn sinn í fyrsta skipti og velur sér hljóðfæri (já hljóðfæri sem hann verður að æfa á í tvö ár). Hann fer líka í læknisskoðun svo hann komi ekki með einhverja íslenska sjúkdóma.

Á miðvikudaginn er svo fyrsti skóladagurinn. Í næstu viku eru svo fótboltaæfingar þar sem Coach Eitthvað velur 16 krakka í fótboltalið skólans - ef það gengur ekki verður líklega grátur og gnísta tanna hérna í Belgíu.

Í vor fer svo einkaprinsinn í skólaferð til Þýskalands en ferðin á næsta ári verður til Flórens þar sem litli listaprinsinn mun skoða listaverk með bekknum - rosastuð.

Sendum vonandi myndir frá skólanum á þriðjudag:

Þeir sem vilja kíkja betur á skólann geta farið hingað: http://www.isb.be/ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður aldeilis spennandi hjá honum .... Mæli með að hann velji þverflautuna

Sigríður Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband