26.8.2011 | 15:02
Fyrsta helgarfríið
Fyrsta skólavikan er nú að baki hjá Kristni Kára. Okkur öllum til mikillar ánægju finnst honum mjög gaman í skólanum. Hann lærir á "netta" tölvu sem allir krakkarnir hafa á borðunum sínum og krakkarnir eru allir "vinalegir og góðir". Nú er bara að byrja trompletnámið og eftir það höfum við ekki miklar áhyggjur. KK er þó einstaklega spenntur fyrir því að fara án okkar til Þýskalands í vor þar sem bekkurinn verður nokkra daga í Trier.
Á þriðjudag og miðvikudag mun KK svo reyna að komast í fótboltalið skólans (ISB Raiders). Tvær æfingar munu skera úr um það hvort hann komist í liðið í ár eða ekki. Við höfum verið að mæla út hin börnin síðustu daga og vonum bara að Ameríkanarnir kunni ekki mikið í fótbolta.
Í öðrum fréttum er það helst að bíllinn okkar er loksins kominn (ekki gamli rauður heldur glænýr svartur bíll). Nú þurfa hinir bílarnir að fara að vara sig - ekki síst þegar Hjördís þýtur í morgunkaffi með hinum amerísku mömmunum (hún hefur reyndar ekki enn samþykkt að mæta, en hún er undir miklum þrýstingi). Daði, Óli og Erik eru hjá okkur um helgina. Vonandi komumst við með þeim á nýja bílnum á ströndina á sunnudaginn, þá á víst að gera hlé á þrumuveðrinu með sól og sumri. Setjum vonandi myndir inn eftir það.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.