Tekið fram úr á 150

IMG_3478Eins og fleiri helgar fór KK til útlanda að keppa í fótbolta á föstudaginn. Hann keyrði með hinum ISB raiders krökkunum í 6 tíma til Frankfurt þar sem þau kepptu á móti Frankfurt International School. Niðurstaða ferðalagsins var eitt jafntefli og eitt tap - sem var víst ásættanlegt þar sem Frankurtararnir voru eldri en öðlingarnir úr ISB. KK stóð sig eins og hetja, er varnarjaxl sem fær þó að stundum að spila á miðjunni. Við hjónaleysin skelltum okkur á eftir fótboltakrökkunum. Keyrðum á Volvonum til Frakkafurðu þar sem við borðuðum besta sushið hingað til á pínulitlum stað með fullt af japönum og drukkum stóran bjór og radler í turni (alvöru gæða þýskum turni). Við horfðum svo á fótbolta á laugardagsmorgninum með foreldrum sem vildu tala um bókamessu og íslensk efnahagsmál. Vorum ekki alveg viss hvort var ofar á vinsældalistanum hjá okkur (en allir virtust sehr messuspenntir yfir íslenskum bókum, forsetanum og öllu því sem fylgir). 

 

IMG_3532

Á leiðinni niður eftir er hámarkshraðinn stundum 130 og stundum bara eins hratt og þú þorir. Á einum svoleiðis kafla var Tómas stífur við stýrið á 150 þegar múslímsk slæðukona kom askvaðandi með blikkandi ljós og flaut þar sem Tómas var víst að keyra allt of hægt - komst varla úr sporunum á þýskan mælikvarða. Næsta föstudag keppa Raiders svo í Lúxemborg og svo er lokamótið í París um miðjan nóvember. Feðgarnir eru annars í vikulegum fótbolta með íslenskum köllum á sunnudagsmorgnum. KK leggur mikla áherslu á að Tómas verði honum ekki til skammar. Tómas reynir að verða við því - en það tekst ekki alveg alltaf. Til þess að uppfylla íslenska tilkynningaskyldu þá tilkynnist hér með að veðrið er gott. Sól og 14 gráður yfir daginn. Ekki amalegt það.

IMG_3573

 IMG_3554


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt að frá fréttir af ykkur elskurnar - mig hefur alltaf langað til BRU, það verður vonandi að veruleika einn daginn :))

Láretta Georgsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 14:04

2 identicon

Mikið er gott að forsetinn vekur lukku í Þýskalandi.  Njótið þess að vera í góða veðrinu.  Hérna er kominn mikill vetur og búið að taka lúffurnar komnar fram   Ástar þakkir fyrir kortið sem var að berast.  Frábært hvað þið eruð dugleg í þeim málum   Ég ætla að taka ykkur til fyrirmyndar í framtíðinni!

Sigríður Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband