12.11.2011 | 18:06
Hörkustuð í Hurghada
Í mótmælaskini við haustið og loforð um belgískan vetrarkulda skelltum við okkur í arabíska vorið sem allir eru að tala um í Egyptalandi. Í Hurghada (sem er við Rauðahafið) tók á móti okkur meiri sumarvindur en vorhret - 28°og sól í heila viku á meðan við borðuðum hummús og drukkum Sakkarabjór.
Eina markmið ferðarinnar var að slappa af og ná sér í smá lit (einhvers konar brúnan lit í staðinn fyrir þennan gráa belgíska). Við náðum að uppfylla þessi metnaðarfullu markmið auk þess sem við syntum um kóralrif og spiluðum tennis, billiard og borðtennis. KK fór á úlfaldabak og allir fengu að prófa seglbretti. Hjördís setti m.e.a.s. andlitið í sjóinn. Við deildum hóteli með Hollendingum og Rússum.


Heimamenn reyndu sífellt að tala við okkur rússnesku eða sænsku - en við svöruðum bara á frönsku. Hurghada-bærinn er reyndar sérstaklega ljótur. Í samanburði gæti Hamraborgin í Kópavogi farið á Unesco-lista.

Þegar við komum til baka til Brussel var komið haust (og þessir vitleysingar hræðru meira en að segja í klukkunni svo nú munar bara einum tíma á föðurlandinu og Belgíu) og laufin eru að flýja tréin. Okkur til mikillar skemmtunar fengum við Bubba vin KK í 4 daga heimsókn á meðan foreldrar hans voru í London. KK og Bubbi sýndu gríðarlega hjólabrettatakta og tóku Tómas með út að leika (myndir koma síðar).
Annars er Hjördís komin með iphone, svo hún mun víst ekki tala mikið við restina af fjölskyldunni næstu daga (hún átti sko ammæli). Það ætti þó að reddast þar sem Tómas var sendur út í búð í morgun að kaupa mjólk og ost. Í búðinni var gefið að smakka Grimbergen bjór og góðan ost - auk þess sem sem maður fékk 1,5 lítra af Grimbergen gæðabjór og glas ef maður keypti tvær venjulegar kippur. Að sjálfsögðu kom Tómas því heim með 4 lítra af bjór með mjólkinni - ekki slæmt að búa í Belgíu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.