29.11.2011 | 19:09
Vetrarstuð

Erik, Bylgja og Birkir voru í heimsókn hér í Brussel um helgina- alla leið frá Londres (svo þau eru eiginlega nágrannar okkar). Við skelltum okkur saman á myndasögusafn Brussel á laugardaginn (Belgar eru brjálaðir í myndasögur) og út að borða víetnamskan mat um kvöldið. Í miðri máltíðinni ruku stelpurnar út til að sjá vampírubíómynd. Þjónustustúlkurnar stóðu hissa yfir köllum og strákum með of marga aðalrétti og virtust velta fyrir sér hvað olli því að þær ruku á dyr (Tómas og Erik þorðu ekki að segja sannleikann, þ.e að þær ruku burt til að sjá Twilight). Á sunnudeginum skelltum við okkur á jólamarkað í Köln þar sem jólabarnið var líklega þýskt. Til þess að ljúka gleðihelginni elduðum við villisvín áður en stórborgarhjónin héldu heim. Í þetta sinn tók Erik bara 60 armbeygjur (mun betra en í sumar) og Bylgja tók sín sett með stakri prýði (var þó langt fram atvinnuarmbeygjunum hennar Hrefnu).

Helgina þar á undan vorum við annars í París þar sem KK keppti á fótboltamóti diplómatabarna og hunangsbangsa alls staðar úr Evrópu. Öllum til mikillar ánægju lenti ISB U12 í 2 sæti með jafnmörg stig og sigurliðið. Auðvitað var ekki hægt að sleppa því að kíkja á Monu Lisu (sem KK var búið að hlakka mikið til að sjá) og upp í Effelturninn.


Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er búin að fá útskýringu á þessu með frúarstæðin frá þýskri stelpu: þetta er af því konur eru svo hræddar um að verða fyrir árásum í bílastæðahúsum.
Bylgja, Erik og Birkir, 1.12.2011 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.