14.2.2007 | 04:14
Hr. Livingstone - geri ég ráð fyrir
Við erum enn á lífi og ekki týnd í frumskógum Afríku - þó að blogg undanfarinna daga gæti gefið annað til kynna. Bloggskorturinn stafar líklega af því að við erum búin að koma okkur fyrir og dagarnir hér eru orðnir hversdags (en samt oftast með sól og lífrænt ræktuðum mat). Svo er Hjördís líka búin að vera í prófum - svo drengirnir haf verið hafðir úti við. Nú er svo komið að Tómas er orðinn betri í fótbolta en hann hefur nokkurn tímann verið áður (getur meira en að segja haldið bolta á lofti 5 sinnum). Á laugardaginn fengum við svo Eggert, Lindu og Dag (ekki B) Eggertsson í mat - ítalskar kjötbollur með meiru. Annars er þetta síðasta bíllausa vikan - og hvað sem hver segir þá er einkabíllinn það besta sem komið hefur fyrir mannkynið (þá þarf maður kannski ekki að leita eftir svörum við spurningum frá Kristni Kára á borð við "af hverju er maðurinn með bleikt hár" og "af hverju er dvergur í strætó"? sem betur fer var enginn dvergur með bleikt hár því þá hefðum við tekið leigubíl).
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vil benda ykkur á skoðanabróðir ykkar hann EPÓ, sem ég held að þið ættuð að setja ykkur í samband við. Raunar ótrúlega margt líkt með Tomma og EPÓ, báðir langskólagengnir áhugamenn um einkabílinn og pólitík og með sama grágletnislega glampann í augunum. Ég sé fyrir mér nýja blokk í Íslenskri pólitík.
http://is.wikipedia.org/wiki/Eggert_P%C3%A1ll_%C3%93lason
Da-Mixa (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 12:58
Lífrænt diet Coke?
Helga (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 06:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.