31.3.2012 | 21:26
Amma og afi mætti í vísindi og ferðalög

Við höfum víst ekki staðið við fyrri loforð um að verða duglegri að blogga - en nú er kominn sumartími í Evrópu svo þetta hlýtur að fara að hrökkva í gang. Það verða svo allir bloggandi á Íslandi þegar viðgöngum í Evrópusambandið þar sem öll aðildarríki ESB verða hafa sumar og vetrartíma - alveg satt. Til þess að fagna því bökuðu Hjördís og frúin á Rue Argus kleinur og ástarpunga sem voru til sölu á alþjóðadegi International School of Brussels (sjá mynd af KK, Bubba og Matthildi Stellu) - en í Elementary School þar sem KK er eru töluð 40 tungumál (vel á minnst var foreldraviðtal um daginn þar sem snúðurinn fékk þessa glimmrandi umsögn).
Við vorum annars svo heppin á miðvikudaginn að afi Kristinn og amma Guðbjörg mættu á svæðið - í annað skipti síðan við fluttum til ESB. Til þess að undirstrika andstöðu sína við sambandið ætla þau þó ekki að vera hérna of lengi. Við förum því saman til Marokkó á sunnudag og verðum þar í 10 daga. Vonandi verður næsta blogg um það. Kristinn Kári hefur annars átt náðuga daga með ömmu sinni og afa.


Á föstudag mætti öll stórfjölskyldan á "Science Fair" þar sem allir krakkarnir í 5. bekk sýndu niðurstöður rannsókna sem þau hafa unnið að síðustu fimm vikur. KK gerði rannsókn á þrýstingi og hversu hátt körfubolti skoppar. Mikilvægasta niðurstaðan var að það þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því þó boltinn sé ekki að fullu uppblásinn - hann skoppar næstum eins hálfblásinn og uppblásinn. Þetta var einstaklega skemmitlegt - og amerískt. Þetta var alveg hafnarbolta-amerískt... bara skemmtilegra.

Við skelltum okkur líka með afa og ömmu á Marolles markaðinn (þar sem Tinni keypti bátinn í samnefndri mynd um vel klipptan Belga sem á hund og vingast við mann með skegg - mælum með Tinnatoppnum í 3D). Hér hefur annars verið vor síðustu 2-3 vikur - um 15° hiti og sól. Íslenskur sumarhiti sem engan svíkur (nema þá sem þurfa að vinna inni að science fair verkefnum). Í tilefni vorsins skelltum við okkur um miðjan mars til Londres að heimsækja Birki vin okkar (og foreldra hans, hjónin Erik og Bylgju). Það var einstaklega gaman. Súkkulaði porterar og stout - og auðvitað fótbolti þegar við fórum og sáum Gylfa Sigurðsson skora tvö mörk fyrir Swansea á móti Fulham. Tómas las alla reglubók alþjóða fótboltasambandsins og gat eftir það fylgst nokkurn veginn með leiknum

- þetta er náttúrlega enginn skák, siglingar, fagottleikur eða handbolti... en virkar svo sem alveg sem íþrótt. Við borðuðum líka frábæran indverskan mat og fórum í London Eye (fr. il de londres fyrir dygga aðdáendur síðunnar). Umfram allt var bara einstaklega gaman - og bíðum við spennt eftir að fá þau næst hingað á meginlandið (á myndinni hér að neðan er barnið ánægt fyrir hönd Tómasar... í alvöru (enda er bjórinn frá San Francisco, næstum næstu götu frá þar sem við bjuggum).

Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.