Þegar heilagur Valentínus gaf börnunum gjafir

Eins og þið vitið vafalítið flest þá er fjölskyldufaðirinn pápískur og dyggur stuðningsmaður móðurkirkjunnar. Hann var því sérstaklega ánægður með að Kristinn Kári var fræddur um heilagan Valentínus í skólanum. Börnin mættu öll með nammi og aðrar gjafir handa hvert öðru, alveg eins og heilagur Valentínus gerði í gamla daga. Barnið kom heim með fullan poka af nammi og kortum - m.a. Power Rangers sem óskuðu öllum til hamingju með daginn. Kristni Kára gengur annars vel í skólanum. Hann lærir ný orð á hverjum degi og er að reikna á fullu. Hann gengur líka um rímandi á ensku, t.d. blue - loo. Hann er líka að læra handahlaup í leikfimi, þó að Gummi frændi gæti haft eitthvað að segja um útfærsluna. Hjördís rústaði miðannarprófunum og Tómas liggur yfir arabískum sögnum eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. Annars var verið að ganga frá kaupum á hóteli fyrir ferð í Disneyland (í Kaliforníu) eftir tvær vikur - svo KK ætti að vera ánægður þegar hann vaknar í fyrramálið. Annars erum við alltaf kát þegar fólk kommentar á síðuna, bara svo að við vitum að einhver er að lesa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað rústaði daman miðannarprófunum, til lukku Fjördís mín

Helga (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 06:38

2 identicon

Þetta er alveg ótrúlegt! Fyrst segið þið að þið ætlið ekki að kaupa blæjubíl vegna þess að hann er of dýr, en kaupið svo hótel í Kalíforníu. Framburðir ykkar halda ekki vatni. Ég held að það sé eins gott að Kristinn fari að læra rímurnar hans Johnnie Cochran.

ps. Svo hefur mér verið sagt að það sé miklu meiri lífsreynsla fyrir barnafólk að fara í Neverland en í Disneyland.

Þröstur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:32

3 identicon

Hver það sem skrifar þessi blogg? Er það Tómas, Hjördís, Kristinn eða einhver 4. aðili?! Ég bara get þetta ekki lengur.

erik (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 13:25

4 Smámynd: Ágústa Hjördís Kristinsdóttir

Við úthýstum skrifunum. Það er í Punjab-héraði á Indlandi sem sér um þetta.

Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, 15.2.2007 kl. 15:22

5 identicon

Já, Power Rangers kortin voru flottust,  er það ekki?  Svona Pony-hestarugl er alla vega ekki málið.

Svo er það bara löns og mímósa í hádeginu á morgun, dömulöns, næææs!

Linda

Linda (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 05:03

6 identicon

ég er hér, gáttuð yfir öllu þessu hjá ykkur, á bara ekki stakt skrifað orð, Til hamingju með prófin Hjördís

Katrín (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 21:19

7 identicon

Mikið er gott að fá það á hreint hver skrifar þetta. Þessi vef-dagbók er nefnilega hvorki skrifuð í hinum beitta, íslenska og íhaldsama skeytastíl Tómasar, né í flúruðum, lýsingaorðahlöðnum skrúðstíl Hjössíar.

Da-Mixa (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband