Hjólandi hress

IMG_5610Við höfum svikist all svakalega undan því að setja eitthvað inn hérna síðustu vikur. Í millitíðinni höfum við farið í frábært frí til Marokkó - þar sem við gengum um fjöll, fórum á brimbretti og sáum slöngutemjara. Hjördís vann bikar fyrir fótboltaafrek og lífið hefur haldið áfram sínum vanagangi.

KK gengur vel í skólanum og er í klettaklifri, fótbolta og tennis eftir skóla. Í tilefni uppstigningardags var skóla og vinnufrí í fjóra daga. Til þess að fagna þessum tímamótum leigðum við okkur íbúð í smáþorpi í miðjum belgískum skógi - sem KK og Hjördís klifruðu í - og öll þrjú hjóluðum eins og vindurinn (eða vegavinnumenn um).

Allt í kring var sveitabær með beljum, kanínum, hundu, köttum, hænum og öndum. Um leið og við stukkum út úr bílnum dró KK djúft andann og sagði: "þetta er góð lykt" - greinilega ekki búinn að gleyma sveitinni. 

IMG_5590

 

 

IMG_5553

 

 

 

 

 

IMG_5577

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þessi drengur er orðinn allt of hávaxinn. Minna prótein!

Erik (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband