SPF15 í febrúar

Lífið verður ekki mikið betra en það var hér í Kaliforníu um helgina. Á föstudaginn fór Hjördís með Lindu í mímósu og kínverska fótsnyrtingu í hádeginu. Við hittumst svo öll undir pálmatrjám í almenningsgarði með nesti - svo ekki byrjaði helgin illa. Um kvöldið borðuðum við 115. búrrítóið í þessum mánuði. Á laugardeginum var vaknað við sólarupprás. Við vorum komin á ströndina (Baker Beach) fyrir hádegi - enn og aftur með nest. Á ströndinni er útsýni yfir Golden Gate brúna og út á Kyrrahafið. Í sitt hvorum endanum á ströndinni eru nektarstrendur - en við héldum okkur bara í fötunum. Allan daginn var skínandi sól og sumar. Friskóþokan kom í 2 mínútur um miðjan dag en annars sleiktum við bara sólina í 25 gráðum og hlustuðum á júkaleileispil við ölduniðinn. Allir komnir með smá lit - bæði í andlitið og á sálina. Um kvöldið var horft á upptöku af Eurovisíon - ótrúlegt hvað internetið býður upp á. Fögnuðum sigri Eiríks Haukssonar á Kaliforníustræti (jább, alveg eins og fylkið). Á sunnudeginum fengum við svo bílinn. Ekki amaleg helgi í febrúar. Nýjar myndir komnar á myndasíðuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tómas, hvernig er kasthöndin?  Sjálfur hef ég varla getað lyft kaffibollanum.

Eggert (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband