Þrjú fræknu verða fjögur: Öku-Tómas, Hjördís, KK og Ragnar

Það var ekkert bloggað í gær þar sem Tómas var óstarfhæfur eftir að hafa kastað bolta á strönd - augljóst merki um mikið líkamlegt atgervi. Annars var forsetadagurinn á mánudaginn. Þá fagna Bandaríkjamenn því að eiga forseta með því að mæta ekki í vinnuna eða skóla. Tómas þurfti þó að mæta að læra arabísku - þar sem arabarnir trúa ekki á forseta. Eftir arabískar sagnbeygingar fór fjölskyldan þó í bíltúr. Ökutómas tók þá kerruna (sem Kristinn vill að heiti Ragnar) upp á Twin Peaks, niður Lombard og yfir Golden Gate (glöggir lesendur hafa augljóslega tekið eftir því að bíllinn kemst sem sagt upp, niður og yfir). Við fórum yfir í Marin Headlands og í kaffi í Tiberon. Þaðan er útsýni yfir San Francisco og allt fljótandi í bleikum trjám. Svo fórum við í Trader Joe's - sem er eins konar verslunarupplifun. Þar er Beach Boys í útvarpinu og allt organic (en samt á 50% af því sem svona kostar í Whole Foods). Starfsmennirnir eru í surfarabolum og gefa krökkunum blöðrur. Sem sagt eins langt frá Bónus og mögulegt er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thid hafid greinilega fjarfest i kagga sem getur hvad sem er.  Er hann ekki alveg orugglega i ameriskri staerd svo 1 stk. isbjorn og 1 stk. brunn bjorn komast  inn i hann.  Her er sko ekkert lifraent bara auglysingar sem segja manni ad borda rautt kjot 3-4 sinnum i viku. Svo skilja astralir ekkert i thvi ad their seu ad na amerikonum i thvi ad verda feitasta thjod i heimi.....

Helga

Helga (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 09:11

2 identicon

Þykist ekki geta skrifað á síðuna en fer svo í bíltúr eins og flottræfill á nýjum bíl. Friskóflottræfill... Hvernig bíll þetta annars?

Þröstur (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 19:52

3 identicon

Ekki gleyma því að langafasta hefst í dag...

Þröstur (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 19:54

4 identicon

Ef bíllinn er gamall, lúinn og alger drusla, sem nennir ekki alltaf í gang, þá er vel við hæfi að kalla hann Ragnar!!!

Hóffý (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:19

5 identicon

Oj hvað þið hafið það gott! Pant bítta á lífum í sumar :)

Bylgja (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:43

6 identicon

Mikið er gaman að lesa um líf ykkar í San fran, mikið að gerast hjá ykkur og ummm hvað maður væri til í smá vott af hitanum ;)

hafið það sem allra best,

kveðja, Ragnheiður

Ragnheiður (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 23:44

7 identicon

hæ hæ var búin að skrifa rosa skilaboð um hvað allt er kalt hér á Fróni og allt hlýtt og skemmtilegt og yndislegt hjá ykkur...alveg yndislegt hjá mér líka.....bara kalt! saknaðarkveðjur buhuhhuhuhuh.... Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband