1.3.2007 | 04:06
Paradísarheimt
Við erum rétt að jafna okkur á Disney - þar sem allir eru glaðir, líka fljúgandi fílar (ekki fýlar) og menn í guffabúning. Smáfjölskyldan var rétt komin inn fyrir dyrnar þegar hún gekk frá ferð til Hawaii í júní - nánar tiltekið Maui (öðru nafni paradís). Verðum þar í viku, spilandi í júkaleilí og borðandi blóm með innfæddum. Nánari upplýsingar munu birtast síðar. Ferðin var sérstaklega pöntuð til þess að tryggja að smáfjölskyldan verði brún og sælleg þegar hún kemur heim - þar sem núna er grenjandi rigning í borginni við Flóann og sumarið er venjulega þokukennt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.