4.3.2007 | 16:44
Gleðilegt ár
Ári villisvínsins var fagnað með risastórri skúðgöngu á laugardagskvöldið. Bærinn var fullur af Kínverjum sem voru hverjum öðrum glaðari. Drekar og ljón í röðum. Síðan kom borgarstjórinn á opnum blæjubíl ásamt ungfrú Kaliforníu - verður ekki mikið amerískara en það.
Dagurinn byrjaði þó ekki með kínaskrúðgöngu. Við höfðum þá sleikt sólina (sem er heit) í Golden Gate garðinum með Eggerti, Lindu, Degi og Mímósu. Strákarnir léku sér í klifrugrindum, trjám og fótbolta á meðan þau fullorðnu unnu að beis-taninu og lærðu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Megið þið eiga gleðilegt villisvínsár í San Fran.
Alltaf gaman að kíkja á síðuna ykkar og fylgjast með ævintýrunum.
Kv. Kolla
Kolla (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.