Frisbað á fullu

Nú er hversdagur. Allir í skólanum svo það er ekki mikið að frétta. Kristinn Kári, Tómas og Dagur fóru reyndar í almenningsgarð (sem eru miklu betri en almenningssalerni) með flugdreka og frisbídisk á þriðjudaginn. Þar var frisbað á fullu (eins og KK kallar það) og flugdrekinn flæktist í tré - alveg eins og í bíómyndum. Hjördís er annars að verða búin með 2/6 af náminu sínu. Svo fer að líða að tveimur barnaafmælu. Hér duga svo sannarlega engar kökur og kók. Krakkarnir taka yfir garða og matsölustaði og svo er 17. júní stemmning með kandíflos, trúðum og andlitsmálningu (bara án fullu unglinganna).

Svo förum við bráðum að fá heimsóknir. Fyrst koma Hoffý og Helga og svo mapa Tómasar. Kristinn Kári býður spenntur eftir nýjum birgðum af mysingi - sem er alveg að verða búinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ykkur vel. Ég var af landi brott í 6 daga og var orðinn alveg hamstola af mysings-áfergju. Enn verra þótti mér samt að geta ekki fenigð Egils Pulsner. Eigið þið ekki í neinum vandræðum með það?

Da-Mixa (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband