10.3.2007 | 15:16
10 vikur
Þá erum við búin að vera hér saman í tíu vikur - KK að verða kani, Tómas arabi og Hjördís meistarahjúkka. Þetta þýðir að næst verður Hjördís hálfnuð og svo þurfum við bara að fara að pakka fyrir heimferða - a.m.k. miðað við hvað tíminn er búinn að vera fljótur að líða hingað til. Húsfrúin er núna á fullu í prófum, svo strákahluti fjölskyldunnar verður í einhvers konar útlegð um helgina. Eins gott að það verður sól og sumar - spáð 20 gráðum og sól alla helgina. Við lofum sama veðri fyrir alla þá sem heimsækja okkur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.