Strandaglópar

Við erum á ströndinni nú tímunum saman. Það er lesið og lært á ströndinni - farið yfir lyfjafræði, arabísku og ensku. Eina vandamálið er að hitinn úti virðist vera kominn inn í Kristinn Kára líka. Við erum ekki mjög ánægð með það (KK er þó sérstaklega ósáttur við þessa skipan mála). Hér í Ameríku eru víst líka umgangspestir. Við kennum að sjálfsögðu leikskólanum um eins og góðir íslenskir foreldrar. Talandi um skóla þá fara flestir skólafélagar KK í einkaskóla nú í haust eða haustið 2008 þar sem almenningsskólarnir hérna í borginni eru ekki að standa sig. Skólagjöldin í þessa eru aðeins í hærri kantinum - og rúmlega það. $1000-1500 á mánuði er grunnverðið.

Annars var helgin frábær. Það var strákadagur á laugardaginn. Tómas, KK, Eggert og Dagur (ekki B) Eggertsson fóru í eins konar fjölskyldugarð sem er við rætur Golden Gate. Mjög skemmtileg. Á sunnudeginum fór KK í afmæli til bekkjarfélaga síns sem er Írani. Mikið stuð (og pizzur). Í eftirmiðdaginn fóru unglinga- og barnadeild Íslendingafélagsins í San Francisco á ströndina (China Beach fyrir þá sem þekkja til).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll. Ég sendi ykkur bara þessa línu til að benda á að ég er opinberlega eini netvinur ykkar. Ég er sá eini sem hef ritað athugasemdir við vefdagbókarfærslurnar ykkar í eina og hálfa viku. Með það í huga krefst ég þess að fá harðan jólapakka næstu jól.

Da-Mixa (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 10:39

2 identicon

Og á að senda drenginn í fínerísskóla? Eða á hann að fara í dópið?

Erik (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 10:59

3 identicon

Það er sagt að best sé að berja einhvern fyrsta daginn til að öðlast virðingar í svona skólum.

Þröstur (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 11:57

4 Smámynd: Ágústa Hjördís Kristinsdóttir

Já Da-Mixa er svo svo sannarlega sigurvegari bloggsíðunnar. Þú færð ekki svo sannarlega harðan pakka með blöðrum þegar við komum heim. Takk Da-Mixa.

Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, 13.3.2007 kl. 14:29

5 identicon

Þar sem ég er virkasta kvenkyns athugasemdarinn (eða er Da-Mixa kvk??), fæ ekki ég þá ekki svo sannarlega ekki pakka með blöðrum (humm er það pakki eða ekki???)

Gangi þér vel í prófunum Hjödda mín.

Láretta (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Ágústa Hjördís Kristinsdóttir

Da-Mixa verður að svara fyrir sig sjálfa(n) en þetta verður pakki og á honum verða blöðrur.

Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, 13.3.2007 kl. 22:11

7 identicon

Da-Mixa kann vel við þá dulúð sem nafnleyndin ljær honum. Því mun Da-Mixa áfram koma fram sem einstaklingur af óræðu kyni, í það minnsta á netheimum.

Da-Mixa (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband