Lazarus og Kotmót í Friskó

Kristinn Kári er kominn með hita, hor og hósta. Hann er ekki hinn hressasti - eins gott að fjölskyldumóðirin er næstum orðin 2/6 meistarahjúkka. Veikindin eru þó ekkert alvarleg, nema kannski fyrir skapið þar sem það er enn sumarveður úti.

Talandi um Lazarus og vini hans í Bifíunni, þá var stórhátið öfgatrúarunglinga haldin um helgina á hafnarboltaleikvanginum hérna steinsnar frá húsinu okkar. Hátiðin heitir Battlecry (Kotmótið í íslenskri útfærslu) og ferðast um Bandaríkin með hljómsveitir, predikara og unglinga sem öskra saman um hvað þeir elska mikið Jésús og hata homma, múslima, djöfulinn og alla aðra sem hafa aðrar skoðanir en þeir. Battlecry er kallað hópefli en minnir meira á múgsefjun. Áhugasamir geta hitt krakkana í Detroit í næsta mánuði eða bara skoðað heimasíðuna battlecry.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrist drengurinn hafa ofnæmi fyrir öfgafullum skoðunum. Hér hefur Tómas greinilega haft hönd í bagga.

Erik (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:50

2 identicon

Ég man þegar við Tómas reyndum að velta bagga. Tómas hvað er þetta með þig og bagga?

Þröstur (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband