16.3.2007 | 03:58
Frískamín
Það væri hægt að tappa á frískamín hér við flóann núna. Kristinn Kári orðinn frískur og kátur og Hjördís búin í prófum = hress og kát. Fjölskyldumóðirin fer ekki aftur í skólann í þessum mánuði. Tómas og Kristinn Kári fara hina vegar saman í frí fyrstu vikuna í maí. Annars er ennþá sól og hiti - svo mikill hiti að stefnan er tekin á snjóinn í Tahoe (það er í uppi í Sierra fjöllunum fyrir þá sem eru ekki með landafræði Norður-Kaliforníu á hreinu).
Annars var klukkunni breytt um síðustu helgi. Umhverfisnefnd Bandaríkjaþings flýtti sumartímanum um 2 vikur - og þá er þetta gróðurhúsamál ekki lengur neitt vandamál. Umhverfið orðið heitara svo að þingið lengir sumarið um fjórar vikur. Svona snör viðbrögð myndu vafalítið lyfta virðingu fyrir Alþingi upp á nýjan leik. Við erum sem sagt núna 7 tímum á eftir Íslandi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að litli maðurinn á heimilinu er orðin friskur, ekki slæmt að hafa meistarahjúkku á heimilinu ;) Til lukku með að vera búin með prófin duglega skólastelpa ;) Mikið öfunda ég ykkur af sólinni og blíðunni!!
Bestu kveðjur úr Kópavoginum, Ragnheiður
ragnheiður (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 17:34
Eg hlakka svooooo til bara 4 dagar i San Fran
. Vonandi fekkstu sms-id med flugupplysingunum Hjordis. Sjaumst a fostudaginn
knus og kossar
Helga
Helga (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 04:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.