Himnaríki

Á laugardaginn fór Tómas að sjá Barak Obama vera með læti í Oakland. Hússein var hress og hélt rosalega ræðu þar sem 10.000 fögnuðu hverju einasta orði sem hann lét falla. Frambjóðandinn er jafn-karesmatískur og sagt er - og jafnvel enn betri ræðumaður. Svartar stórar konur stóðu agndofa og horfðu á hetjuna sína. Undir lokin hlupu þær allar upp að sviðinu en færri komust að en vildu. Tómas varð undir og komst ekki að Obama - en sá hann samt.

Annars er fjölskyldumóðirin komin í vorfrí. Til þess að fagna þessum merka áfanga (sem gerir hana 1/3 bráðahjúkrunarfræðing) skelltum við okkur í skíðaferð í Lake Tahoe, nánar tiltekið á skíðasvæðið Heavenly í Suður-Tahoe. Á myndasíðunni má sjá helstu atriði úr ferðinni undir "skíðaferð".

Við keyrðum upp eftir á sunnudaginn. Ferðin tók um fjóra tíma með stuttu stoppi. Þegar við komum á hótelið var sól og sumar - bara strandaveður - svo við skelltum okkur á ströndina og horfðum upp á skíðasvæðið (sem nær hæst í 3.016 metra hæð). Á mánudaginn var Kristni Kára og Degi komið fyrir í skíðaskóla - þar sem þeir lærðu öll grunnatriðin (nema að jóðla). Við skíðuðum í sól og góðu veðri um allt fjallið (27 lyftur). Hjördís var á bretti en Tómas var íhaldssamur til tilbreytingar og hélt sig við skíðin. Á mánudeginum var öll fjölskyldan saman í fjallinu. Kristinn Kári fékk skíðakennslu frá Tómasi. Í eftirmiðdaginn skíðuðu svo Tómas og Eggert um allt fjallið - vægast sagt himneskt.

Fimm bjórtegundir smakkaðar nýlega:

Blue Moon - Hveitibjór með appelsínu frá Colarado. Opinber bjór Heavinly skíðasvæðisins. Einn besti bjórinn hingað til XXXX.
Dead Guy Ale - Frá Rogue (útlaga) brugghúsinu í Newport Oregon. Frábær millidökkur bjór í flottri flösku XXX.
Eggertsportari - Frá Oregon. Rosagóður portari, fátt betra eftir skíði XXX.
Pyramid Hefe Weizen - Berkley, Kaliforníu. Góður hveitibjór, einn sá besti við flóann XXX.
Trader Joe's Bavarian Hefeweizen - San Jose, Kaliforníu. Allt í lagi hveitibjór. Soldið skrítið eftirbragð. Bara XX sem er lítið fyrir bjór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ákveðin vonbrigði að sjá ekki mynd af því þegar Tómas lenti undir stóru svörtu konunum. Þessar stóru konur sem fara að sjá Barak Obama eru bara(k) til ama.

Da-Mixa (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:38

2 identicon

var að skoða myndirnar úr skíðaferðinni, vá þetta hlýtur að hafa verið alveg guðdómleg ferð. Geggað útsýni og frábært veður. Hjödda þú ert lang-lang flottust á brettinu, frekar cool. Frábært að KK hefur eignast svona góðan vin þarna úti. 

Kveðja úr rigningunni

Láretta (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:32

3 identicon

Portarinn heitir "Black Butte Porter" og það eru fleiri en við sem þykir sopinn af honum góður: http://www.deschutesbrewery.com/BrewPub/OnTap/5832.aspx

Eggert Portari (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 17:57

4 identicon

Geggjaðar myndir úr skíðaferðinni, greynilega verið algjör draumaferð ;)

Ragnheiður (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband