22.3.2007 | 01:42
Himnaríki
Á laugardaginn fór Tómas að sjá Barak Obama vera með læti í Oakland. Hússein var hress og hélt rosalega ræðu þar sem 10.000 fögnuðu hverju einasta orði sem hann lét falla. Frambjóðandinn er jafn-karesmatískur og sagt er - og jafnvel enn betri ræðumaður. Svartar stórar konur stóðu agndofa og horfðu á hetjuna sína. Undir lokin hlupu þær allar upp að sviðinu en færri komust að en vildu. Tómas varð undir og komst ekki að Obama - en sá hann samt.
Annars er fjölskyldumóðirin komin í vorfrí. Til þess að fagna þessum merka áfanga (sem gerir hana 1/3 bráðahjúkrunarfræðing) skelltum við okkur í skíðaferð í Lake Tahoe, nánar tiltekið á skíðasvæðið Heavenly í Suður-Tahoe. Á myndasíðunni má sjá helstu atriði úr ferðinni undir "skíðaferð".
Við keyrðum upp eftir á sunnudaginn. Ferðin tók um fjóra tíma með stuttu stoppi. Þegar við komum á hótelið var sól og sumar - bara strandaveður - svo við skelltum okkur á ströndina og horfðum upp á skíðasvæðið (sem nær hæst í 3.016 metra hæð). Á mánudaginn var Kristni Kára og Degi komið fyrir í skíðaskóla - þar sem þeir lærðu öll grunnatriðin (nema að jóðla). Við skíðuðum í sól og góðu veðri um allt fjallið (27 lyftur). Hjördís var á bretti en Tómas var íhaldssamur til tilbreytingar og hélt sig við skíðin. Á mánudeginum var öll fjölskyldan saman í fjallinu. Kristinn Kári fékk skíðakennslu frá Tómasi. Í eftirmiðdaginn skíðuðu svo Tómas og Eggert um allt fjallið - vægast sagt himneskt.
Fimm bjórtegundir smakkaðar nýlega:
Blue Moon - Hveitibjór með appelsínu frá Colarado. Opinber bjór Heavinly skíðasvæðisins. Einn besti bjórinn hingað til XXXX.
Dead Guy Ale - Frá Rogue (útlaga) brugghúsinu í Newport Oregon. Frábær millidökkur bjór í flottri flösku XXX.
Eggertsportari - Frá Oregon. Rosagóður portari, fátt betra eftir skíði XXX.
Pyramid Hefe Weizen - Berkley, Kaliforníu. Góður hveitibjór, einn sá besti við flóann XXX.
Trader Joe's Bavarian Hefeweizen - San Jose, Kaliforníu. Allt í lagi hveitibjór. Soldið skrítið eftirbragð. Bara XX sem er lítið fyrir bjór.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ákveðin vonbrigði að sjá ekki mynd af því þegar Tómas lenti undir stóru svörtu konunum. Þessar stóru konur sem fara að sjá Barak Obama eru bara(k) til ama.
Da-Mixa (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:38
var að skoða myndirnar úr skíðaferðinni, vá þetta hlýtur að hafa verið alveg guðdómleg ferð. Geggað útsýni og frábært veður. Hjödda þú ert lang-lang flottust á brettinu, frekar cool. Frábært að KK hefur eignast svona góðan vin þarna úti.
Kveðja úr rigningunni
Láretta (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:32
Portarinn heitir "Black Butte Porter" og það eru fleiri en við sem þykir sopinn af honum góður: http://www.deschutesbrewery.com/BrewPub/OnTap/5832.aspx
Eggert Portari (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 17:57
Geggjaðar myndir úr skíðaferðinni, greynilega verið algjör draumaferð ;)
Ragnheiður (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.