24.3.2007 | 22:27
Sjóræningjar og húllastelpur í hoppukastala
Það er ekki auðvelt að vera afmælisbarn í San Francisc - hvað þá að vera foreldri afmælisbarns. Kristinn og Tómas skelltu sér í afmæli hjá Caitlyn, bekkjarsystur KK. Eins og í öllum almennilegum fimm ára afmælum voru fjórir hoppukastalar. Við komuna í afmælið - sem haldið var í Golden Gate garðinum - voru strákarnir klæddir í sjórræningjabúninga og stelpurnar í strápils og blómahálsmen. Fyrir svanga var hlaðborð með tíu köldum réttum og fimm heitum - og nóg af öllum drykkjum og ís. Þegar krakkarnir voru orðnir orkulausir var bara eitt svar, eða eiginlega þrjú: Kandíflos, klakar og popp úr poppvél. Allt eins og hver gat í sig látið. Fyrir pabbana dugði ekkert minna en bjór (og þegar krakkarnir eru orðnir fullir af kandíflos (kk fékk sex) þá veitir pöbbunum ekki af smá bjórlögg). Svo kom að því að Íslendingarnir vildu komast heim. Þá gekk náttúrlega ekki annað en að krakkarnir fengju gjöf með sér heim - eða kannski réttara sagt gjafir. Strákarnir fengu nefnilega með sér litla gullkistu fulla af sjóræningjadóti.
Að öðru leyti eru allir í stuði. Helga og Hóffí voru að koma í heimsókn. Mapa koma í næstu viku. Mikil spenna á heimilinu - ekki síst hjá KK sem er nú með smá ömmu- og afasöknuð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hehe einhvernvegin kemur þetta mér ekki á óvart, þar sem BNA-menn gera allt svo mikið og stórt á alla mögulega vegu. Mætti eiginlega kalla þetta öfga-fólk. Annars hef ég ekki komið til stóru Amerikunar og get þ.a.l. ekki sagt þetta með mikillri vissu, en bæti úr því í haust.
kveðja úr Mosó
Láretta
Láretta (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 10:27
Engir pony hestar. Plíís. Þetta hefur ekki verið neitt miðað við afmælið hans Hefners..
Þröstur (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 17:24
Vá þvílíka afmælisveislan...en gaman fyrir ykkur að kynnast svona allt öðrum menningarheimi en við höfum að venjast hér á frónni ;)
Ragnheiður (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:04
Alltaf sama fjörið í Sanfran. Afmælin með miklum stæl en eru þó ekkert á við sveitaafmælin þar sem er stór hringekja með lifandi húsdýrum sem fara hring eftir hring með afmælisgestina á bakinu. Annars væri nokkuð gott ef þig skilgreindu mapa svo ekki sé verið að hringja og kvarta yfir því ekki sé verið að láta vita af utanlands í vikunni. Kv mamma Guðbjörg
Kristinn Jónsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 22:38
Ha ha ha þetta er klikkun. Íslensk barnaafmæli eru reyndar að verða svipuð hjá sumum. Hoppukastalar, trúðar og kveðjugjafir. Ha ha - bilun og ekkert annað.
Kolla (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.