3.4.2007 | 01:12
Heimsóknir mapa, Helgu og Hóffýar og kannski páfans
Nú eru Mapa komin til San Francisco og Helga og Hóffý fara heim á morgun. Fyrir þá sem ekki vita þá er tekið á móti öllum gestum hér með sól og hvítvíni - við hlökkum því til þess að sjá sem flesta. Það veitir samt ekki af hvítvíninu því San Francisco er jafnlangt frá Íslandi og Nepal. Kristinn Kári er sérstaklega ánægðut með þessa skipan mála, enda fær hann nammi og gjafir við hvert fótmál. Svo var farið í dýragarðinn á sunnudaginn - sem er aldrei leiðinlegt (nema þegar aparnir í Sædýrasafninu í Hafnarfirði köstuðu saur á krakkana af bangsadeild leikskólans Bæjarbóls árið 1984).
Annars er stefnan tekin á Yosemite þjóðgarðin með gömlu hjónin. Umfram allt á þó að setja afa Binna á beit í Napa og Sonoma. Þar verðum við undir lok vikunnar, áður en við keyrum af stað eitthvað í suður í óvissuna.
Annars var Tómas að komast að því sér til mikillar skemmtunar að Benedikt páfi, forvígismaður móðurkirkjunnar, er nátengdur fjölskylduföðurnum við flóann. Þannig er mál með vexti að amma eiginmanns systkinabarns Tómasar og páfinn eru systkynabörn (Tómas og páfinn eru sem sagt náskyldir). Þessi nánu tengsl hljóta því að koma í veg fyrir að okkur hefnist fyrir að lifa á pólskan máta (þ.e. án samþykkis móðurkirkjunnar). Nú er bara að sjá hvort Benedikt kíki ekki í sól og hvítvín með okkur á ströndinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:16 | Facebook
Athugasemdir
Þú getur aldrei falið þig fyrir syndinni...
Erik (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 17:05
hei hei.............vantar nánari skýringar á hvaða amma er það sem skyld páfanum !!! Kossar og knús til ykkar frá Siggu............
sigga (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 21:05
Jæja ég er komin til London, bara með 37 kg af farangri. Er er reyna að finna leiðir til að setja dótið í megrun fyrir laugardaginn. London er bara í stuði eins og alltaf. Góða skemmtun í ferðalagi.
Sakni sakn
Helga
Helga (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 11:29
og svo ert þú auðvitað fæddur á getnunardegi Maríu Mey !!! 9 mánuðir í fæðingu Jesús Krists
sigríður (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.