El Trippo is awsome

Erum búin að vera á ferðalagi með Mapa Tómasar síðan á fimmtudag. Benedikt frændi gaf grænt ljós á keyrslu um bænadagana - enda var nóg af styttum af heilögum Frans frá Assisi í Napa-dalnum (og allt fjótandi í messuvíni). Eftir að hafa smakkað guðaveigarnar í Napa og Sonoma (þar sem við fengum bestu steikur í heimi) skelltum við okkur sem leið lá til Yosemite. Þar má finna stóra steina og enn stærri tré. Ekki má heldur gleyma indánunum, björnunum og dádýrunum. Það var mjög gaman - eða eins og Kristinn Kári segir "þetta er aaawwsome". Barnið er annars fullt af sykri og hamingju vegna ömmu-heimsóknarinnar (bara tveir mánuðir í næsta slíka ofurdekur).

Nú erum við í Los Banos. Erum á El Motelo og stefnum á að fara út að borða á veitngastaðnum Los Margaritos. Annars höfum við alls staðar fengið 10% afslátt á gistingu með því að segja örfá orð á íslensku - kannski fólk haldi að við tölum tungum svona um páskana (eða það bara sjái fjölskyldusvipinn með Tómasi og Benedikt páfa úr Mogganum).

Á morgun (páskadag) ætlum við til Monterey og Carmel (þar sem Clint Eastwood er borgarstjóri - sem er nú aðeins meira kúl en "ég er bara sami gamli Villi sem langar ekki að fara á vídeóleiguna í Mjódd og sjá fólk í spilakassa"). Fyrir áhugamenn um bílamenningu þá verður að taka það fram að Ragnar var settur á bekkinn um helgina og jeppi tekinn á leigu. Myndir koma þegar við komum aftur til Friskó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðaleg ferðalög eru þetta alltaf. Ef þið skylduð fara næst að heimsækja frænda Tomma bið ég ykkur bara að passa ykkur á nunnunum.

Da-Mixa (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband