Geta fimm ára strákar pippað?

Þá erum við komin til baka í heiðardalin eftir ferðalagið með mapa. Kristinn Kári er nú fullur af nammi og á fullt af nýju dóti - enda elskar hann ömmur alveg rosalega. Annars er barnið búið að ákveða að hann langi til þess að verða eins og Ari frændi (20) þegar hann verður stór og "pippa" því stelpur eru ógeðslegar - jafnvel alveg eitraðar.

Ferðalagið gekk annars rosalega vel. Clint Eastwood rekur þennan fínasta bæ hérna rétt sunnan við okkur, alveg við ströndina. Við kíktum í heimsókn og KK tók ömmu sína og afa í sædýrasafnið og dótabúðina í Target. Við borðuðum endalaust mikið og drukkum lítra af víni og góðum bjór. Nú er bara að koma heimilinu á réttan kjöl áður en næstu gestir koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að pippa?

Fróði. 

Fróði (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 10:37

2 Smámynd: Ágústa Hjördís Kristinsdóttir

Barnið var sem sagt að reyna að segja að pipra - hann langar aldrei að eignast kærustu.

Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, 16.4.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband