Hættulegar afmæliskveðjur

Fagott, klarinett, skákmedalíur og siglingahnútar hafa nú vikið fyrir fyrsta töff áhugamáli Tómasar. Fjölskyldufaðirinn æfir sig nú stíft á hjólabretti. Eftir að hafa hrasað á fyrstu æfingunni þá stendur drengurinn nú hverja ferðina á fætur annarri (þrátt fyrir að eiga verðandi bráðahjúkku uppi á fimmtu hæð). Kristinn Kári spyr reyndar stöðugt afhverju Tómas fer ekki hraðar. Annars var Tómas stöðvaður úti í búð í dag með brettið. Gamall maður gekk upp að honum og sagði: "þú veist að tugir manna deyja á svona brettum á hverjum degi, þú ert að stefna lífi stráksins þíns í hættu með því að kenna honum svona framferði". Þetta gerðist aldrei þegar hann gekk um með taflmennina og fagottið (þó að fagott geti svo sannarlega verið stórhættuleg í höndunum á röngu fólki).

Kristinn Kári leikur sér annars núna aðeins á ensku. Ef hann veit ekki alveg hvað kallarnir eða legókubbarnir eiga að segja þá heyrist "happy birthday" eða "I'm gonna kill you". Stundum koma líka blöndur "happy kill you" eða "I'm gonna kill you happy birthday". Kannski þeta sé ástæðan fyrir því að okkur hefur ekki verið boðið í hoppukastalaafmæli nýlega.

Tómas og Kristinn Kári eru annars í Spring Breaki núna. Kristinn Kári þarf reyndar að bíða í a.m.k. 15 ár í viðbót (helst 20) áður en hann fær að fara til Cancun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband