20.4.2007 | 05:35
Mac and Tab og verðlaun fyrir góðmennsku
Á morgun, föstudag, verður upplestur í Montesori skólanum í San Francisco. Kristinn Kári mun lesa úr bókinni Mac and Tab - allir velkomnir.
Foreldrarnir eru annars að sprynga úr stolti. Krakkarnir mega velja sér bók til þess að lesa fyrir bekkinn þegar þau telja sig tilbúin. Á sumardaginn fyrsta gekk Kristinn Kári að bókahillunni. Hann tók fram Mac and Tab og sagði við kennarann að nú væri hann tilbúinn - enda var hann fullur af stolti (og sykri) eftir að hafa komið með töggur handa bekknum á sumardaginn fyrsta. Á þremur mánuðum er barnið sem sagt orðið læst - á sitt annað tungumál. Nú er bara arabískan næst.
Þeir sem ekki komast á upplesturinn geta hér lesið sér til um Mac and Tab:
Mac is a cat. Tab has a pal. The pal is Mac. Mac is a rat. Mac has a cap. Tab has a nap on the mat. MAc has a nap on Tab. The ham is in the pan. The ham is for Tab. Tab has a nap. Mac has the ham. Tab is mad at Mac. Mac had the ham. The cap is on the mat. The cap is on Tab. Mac has the ham. Tab has the cap. Mac and Tab are pals.
Ekki bara er barnið læst á ensku heldur fékk hann með sér bréf heim úr skólanum í dag. Í því segir:
Certification of Kindness
Kristinn is hereby duly recognised for committing the following act of kindness: He made a hat for Oleg (Serbann í bekknum). This act has helped the make our world a kinder place to live.
This act was observed by: Miss Mandy on 4/17/07
Ég held að foreldrarnir eigi nú skilið eins og einn bjór.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:39 | Facebook
Athugasemdir
Einn bjór er móðgun við jafn góða foreldra. Held það sé spurning um kippuna.
Erik (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 12:20
Þess má geta að hatturinn hans Olegs var málaður í íslensku fánalitunum. Svo Serbinn (og íslensku strákarnir) hlupu um með stóran kross á hausnum.
Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, 20.4.2007 kl. 14:09
heyrðu þetta hljómar eins og geðveikur upplestur! Ég mæti!
Bylgja (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 23:33
Vá en duglegur skólastrákur...ég skil vel að þið séuð að springa úr stolti og finnst nú alveg kippa við hæfi, hehe ;)
Bestu kveðjur, Ragnheiður
Ragnheiður (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 22:45
Kaupið kippu, þá getur fjölskyldan deilt henni. Bjór er nefnilega ekki bara fullorðins.
http://www.dailyhaha.com/_pics/little_kids_drinking.jpg
Da-Mixa (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 15:09
Hvar nálgast maður þessa bók, ég verð að vita hvernig hún endar....eða er hún ekki lengri en þetta?
Held að ég verði að fái mér bjór eftir þennann lestur, er komin með Homers slef á bringuna. ARHHHHHHHHHHHH.
Ekki gott á mig.
Mjög vel gefin strákur sem þið eigið þarna, getið sko verið stolt
Láretta (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 15:42
Kristinn Kári er náttúrulega bara snillingur:) Hann hefur ekki langt að sækja það þessi elska!!!!
Til hamingju með flotta strákinn ykkar!!!!
Koss og knús Bylgja og co
Bylgja (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.