2.5.2007 | 02:34
Hjólastrákur
Kristinn Kári hjólaði um helgina alveg sjálfur heiman frá okkur til Sausilito og til baka frá bryggju 41. Hann þurfti að hjóla með fram allri borginni, upp tvær góðar brekkur og yfir Golden Gate brúna. Hann gerði þetta allt á þrjóskunni - blótandi hjólinu sínu og öllum hinum sem duttu ekki. Hann þolir heldur ekki gangandi vegfarendur og spurði sífellt af hverju fólkið fengi sér ekki bara hjól og hætti að vera fyrir sér. Núna gengur hann bara um og sýnir smásár á hnjánum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Áfram Kristinn Kári, áfram Kristinn Kári, áfram ......!!!
Var einmitt jafngömul og hann í sömu sporum, endalaus smásár, eitt handleggsbrot í fyrstu torfæruhjólaferðinni og svo hjólanördamennskan sem endaði með ósköpum. Nú er það bara hjólað í vinnuna með ED group!
Kv. Hóffý
Hóffý (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.