2.5.2007 | 03:04
Gleði, músík og óeirðalögregla í tólf tíma fjárlægð
Tómas fór á útihátið um helgina. Eftir fimm tíma akstur komum við að Los Angeles. Eftir það voru bara sjö tímar á sniglahraða að Coachella - sem er við Palm Springs í Suður-Kaliforníu. Tómas og Eggert hlustuðu á Músík í þrjá daga, drukku smá Heineken (eini bjórinn til sölu) og sváfu af sér þegar óeirðalögreglan var kölluð á tjaldsvæðið og þyrlur sveifuðu fyrir ofan (það er hugsanlegt að það séu ellimerki að taka ekki eftir þúsund manna partýi á tjaldsvæði sem LAPD þarf til að binda endi á.
Coachella var nokkurn veginn svona:
Föstudagurinn
Besti Íslendingurinn: Björk spilaði fyrir hátt í 160.000 manns á föstudagskvöldið. Hún var líka best þennan daginn. Hún og allir lúðrarnir voru mjög flottir. Við sjáum hana svo aftur eftir tíu daga hér í San Fran.
Besta comebackið: The Jesus and Mary Chain. Höfðu vit á því að spila bara slagara (og eitt lag sem hljómaði eins og gamla dótið).
Mesti töffarinn: Kim Gordin þegar Sonic Youth spilaði Daydream Nation.
Sáum líka: Jarvis Cocker með nýja soloefnið og Interpol.
Laugardagurinn
Besta hljómsveitin: The Arctic Fire. Öll hljómsveitin virtist hafa jafngaman af tónleikunum og við.
Mestu vonbirgðin: Peter Björn and John. Voru að leka niður úr hita og reyndur endalaust af lélegum sænskum bröndurum. Áttu samt sína spretti - en allir aðrir voru bara miklu betri.
Besta hommapoppið: Hot Chip.
Besta Kaliforníuhljómsveitin: Red Hot Chillie Peppers sem spiluðu alla slagarana nema Californication.
Besta showið: Japanarnir í Cornelius.
Sáum líka The Good the Bad and the Queen (Damon Albarn og bassaleikarinn úr Clash), Blonde Redhead (sem voru rosagóð eins og oft áður) og !!! auk nokkurra minni spámanna.
Sunnudagurinn:
Bestir: Ratatat
Besti Svíin: Jose Gonzales
Besti Argentínumaðurinn: Jose Gonzales.
Elstur: Willie Nelson
Blökkumenn dagsins: the Roots.
Afríkubúar dagsins: Konono No.1. Fólk frá Kongó sem býr til eigin gítara og bassa úr bílavarahlutum.
Leiðinlegastir: Explosions in the Sky
Sáum líka: Manu Caho, Rage Against the Machine (sem spiluðu fyrir 160.000 manns og allir í stuði, enda frá LA), Damien Rice, Air, Placebo, Kaiser Chiefs, Mandi Dioa, Happy Mondays, Junior Boys, Tapes N'Tapes og Grizzly Bear.
Svo er bara fyrir alla að fara að plana ferðina hingað fyrir Coachella 2008. Þá ætlum við að leigja hús í Palm Springs - enda orðin of gömul fyrir tjöld í 42 gráðu hita og partý sem lögreglan þarf að skipta sér af.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:08 | Facebook
Athugasemdir
Uss ég mundi nú líka vera meðvitundarlaus inní tjaldi í 40 stiga hita
ps. getið þið ekki haft reikninginn á ruslpóstvörninni aðeins léttari....heilinn minn ekki í æfingu
Þurfti að nota puttana..............
Láretta (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 10:33
ojoj bara ein bjórtegund og það Heineken... Hvílík skelfing!
Erik (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 18:39
Ég hef engar áhyggjur af Tómasi í tjalóeirðum, enda reynslubolti...
Þröstur (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 09:53
Þetta er greinilega internationalvandamál!!! Sungu ekki XXX Rottveiler hundar í laginu Þér er ekki boðið: ,,Löggunni er aldrei boðið en hún kemur alltaf samt"? Johnny er greinilega ekki Naz fyrir ekki neitt. Gæti jafnvel verið efni í doktorsritgerð húsbóndans.
Kv. Hóffý
Hóffý (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.