Gæðabíll

Bíllinn okkar hann Ragnar er sérstaklega vel tengdur bíll. Það er allt á sínum stað og allt er rétt tengt. Þegar kveikt er á ljósunum hikstar bílinn stundum og er við að slökkva á sér. Útvarpið er sérstaklega erfitt. Þegar við stígum á bremsuna slökknar oftast á útvarpinu (líka þegar við gefum stefnuljós). Þetta er orðið svo mikið vandamál að Tómas hefur fundið sér sérstaka leynileið í skólann þannig að hann þurfi aldrei að ýta á bremsuna - og þar með getur hann hlustað á útvarpið alla leið. Það er ekki sem verst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gæti verið verra. Ég verð að stilla á FM-957 til að beygja til vinstri.

Da-Mixa (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 16:22

2 identicon

Getur Hjördís ekki bara gefið honum væna adrenalínsprautu.

Þröstur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband