Don't you know Dana or Palli

Alþingiskosningar og eurivision eiga það sameiginlegt að atburðirnir vekja álíkamikla athygli hérna í landi frelsisins - ef frá er talinn einn hópur manna. Tómas hefur tvisvar sinnum rekist á Kana sem hafa valið eurovision sem heppilegt umræðuefni. Annar sagðist þekkja vinsælasta tónlistarpersónu Evrópu - Don't you know Dana International, (s)he is the best European musician ever (kannski að Aqua hafi ekki verið byrjuð þá). Hinn var arabískunemandi í Georgíu sem keypti alla diska Páls Óskars þegar hann stoppaði í Keflavík. Hafði mest lítinn áhuga á Sigurrós og Björk en fannst Palli "fantastic" og sagði "he even went to eurovision" - jamm það er þannig sem tónlistarmenn eru dæmdir í gamla landinu.

Þjóðerniskenndin hefur þó ýtt undir áhuga á eurovision hérna við flóann. Kristinn Kári söng í dag "eurivision nation, töff, töff, töff". Hann hefur samt ekki náð sömu tengingu við Eirík, þótt hann vilji nú vera rokkari (og bóndi) þegar hann verður stór. Vonandi að hann verði öðruvísi töffari.

Enn hefur þó enginn Kani bókað sig í eurivisionpartý unglingadeildar Íslendingafélags San Francisco á morgun. Partýið verður við Kaliforníustræti í brönsformi, enda FInnar á bandvitlausum tíma fyrir áhorfendurna við Kyrrahafið og margarítur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekkjandi Tómas eilítið frá fyrri tíð þykist ég vita að hann eigi "ljúfar" minningar um viðræður við áhugamenn um kynskiptinga og Pál Óskar.  Ég minnist þess allavega að hafa skemmt mér vel við að fylgjast með slíkum samræðum.  

Höski (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 13:22

2 identicon

Samkvæmi til að heiðra Pál Óskar í San Fran vekur ekki sérstaka athygli...

Þröstur (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 02:13

3 identicon

Eiríkur Hauksson brást en Framsókn klikkar sem betur fer ekki. Árangur áfram ekkert stopp. Siv sem forsætisráðherra!

Da-Mixa (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 21:42

4 identicon

ji en spes að þekkja Dönu International...hvað með Abba eða Selin Dion (kann ekki að skirfa nafnið á henni, lesist því bara eins og ég skrifa það, hehe) En allavegna hundsvekkt að Eiki rauði skildi ekki komast áfram...munaði nú bara alls ekki svo miklu hjá kappanum!!

Bestu kveðjur í sólina og blíðuna til ykkar í Kaleforníunni ;)

Ragnheiður (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband