Árleg Benetton sýning

Á föstudaginn var foreldrunum boðið í heimsókn í Montesori House of Children (sem er skólinn hans Kristins Kára). Krakkarnir í skólanum voru að halda upp á "international children day". Þá sýna krakkarnir hvaðan þeir eru með því að mæta í þjóðbúningum og ganga um með þjóðfánann sinn límdan framan á sér. Kristinn Kári mætti í gervi Eiðs Smára - í íslenska landsliðsbúningnum í fótbolta - og öskraði alla leiðina í skólann "áfram Ísland".

Í skólanum eru krakkar um þrjátíu löndum og þau tala átján tungumál (ekki hvert þeirra samt). Þau eru líka allaveganna á litinn - og sum eru með gleraugu.

Dagurinn byrjaði með því að krakkarnir skrúðgengu um skólann. Sumir krakkarnir voru í þjóðbúningum (m.a. einn þriggja ára japani í kjól með sverð) og allir voru þeir með þjóðfánann sinn. Fæstir krakkana voru með bandaríska fánan (og ein þeirra fáu sem var með svoleiðis á tékkneskan pabba). Foreldrarnir börðust á meðan um besta staðinn til þess að ná myndum. Nokkrar boltamömmurnar voru reiðubúnar að hrinda, sparka og bíta til þess að ná góðum myndum. Krakkarnir voru svo með skemmtun, nokkuð öruggt að Classroom E stóð þar upp úr. Bekkurinn hans Kristins Kára söng m.a. "Spring is here" og "We are the World" og luku með sögu um tíu fillipeiska forska (á ensku og einhverri útlensku). Það er mjög merkilegt að Kristinn Kári er mun minna feiminn á ensku en íslensku.

Krakkarnir fengu svo alþjóðlega veislu í hádegismat þar sem allir komu með eitthvað frá sínu heimalandi. Við komum með mysing og ópal - það síðarnefnda vakti mismikla ánægju (langminnsta hjá Írönunum).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta minnir mig á að það er allt of langt síðan ég hef haldið veglega mysingsveislu. Nóg af mysing fyrir alla! Það er sko lífið. Mysingslegin styrjuhrogn og mysingsfylltir humarhalar. Hvernær komist þið?

Da-Mixa (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband