25.5.2007 | 03:37
Arabistan
Tómas og Kristinn Kári skelltu sér í arabískt partý í vikunni. Boðið var upp á endalaust magn af hummusi og öðrum arabískum mat. Reyndar var ein konan sem ákvað að gefa rúmlega tveggja ára syni sínum brjóst. Drengurinn var það stór að hann gat beðið um vatnsglas þegar látunum lauk og bara náð sér í meira ef þannig lá á honum. Það var ekki sérstaklega huggulegt og svo sannarlega ekki til eftirbreytni.
Partýið endaði svo með því að Íslendingarnir fóru heim á meðan arabarnir drukku þrælsterka Mojito. Tómas ætlaði að fara að vitna í Kóraninn en skellti sér bara heim. Það hlýtur að vera eitthvað í vatninu, en við vinnum úr því. Kristinn var ekki alveg sáttur við matinn, en var svo hræddur við ókunnuga fólkið að hann hagaði sér eins og engill. Hann var meira en að segja kallaður "well behaved and poised". Ætli hann sé þá ekki bara uppeldislega tilbúinn.
Annars er sólin hátt á lofti og þokan víðsfjarri. Við höfuð því nýtt alla eftirmiðdaga á ströndinni - sem öllum þykir skemmtilegt. Hjördísi tekst m.a. að lesa allt um hjartalínurit og lungnaröntgenmyndir (svokallað brjóstamyndir) á ströndinni. Nú þarf bara einhver að lenda í hákarli eða fá hjartaveiki svo Hjördís geti sýnt alla nýju bráðahjúkkukraftana. Annars fækkar hugsanlega um einn á sröndinni í haust þegar Hjördís byrjar í verknáminu - og þá líklega á gjörgæslunni í Stanford. Það verður ekki amalegt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er svo gaman að fylgjast með ykkur, allt svo svakalega spennandi hjá ykkur. Maður fær þvílíkan útrásar fiðring af að lesa bloggið ykkar. Hmmm útrás er það rétta orðið ??? löngun í að fara út = útferðar fiðringur ..... nei oj ...... höfum það útrásar fiðring :o)
Bestu kveðjur,
Kolla
Kolla (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 00:59
Fyndið að það sé verið að tala um útferðar-fiðring. Það er einmitt ný-yrðið sem ég var að búa til um graftarkýlið á honum Gunsmoke. Það kemur úr því útferð og það veldur fiðringi, sannkölluðum útferðarfiðringi. Annars er best að hann segi ykkur nánar frá því. Er það kannski þannig útferðar-fiðringur sem þú varst að tala um Kolla?
Da-Mixa (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 21:18
Kotasæla?
Erik (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.