7.6.2007 | 14:58
Spenna
Hjördís er sem stendur á fullu í lokaprófum. Hún ætlar að vera búin á föstudaginn. Það hentar sérstaklega vel þar sem foreldrar hennar mæta í heimsókn þá um kvöldið. Kristinn Kári er að sprynga úr spenningi að fá ömmu sína og afa. Honum finnst fulllangt síðan hann var ofdekraður almennilega (alveg síða foreldrar Tómasar voru hérna í apríl). Á þriðjudaginn leggjum við af stað í road-trip. Stefnan er tekin á Grand Canyon. Það verðu keyrt stíft svo Guðbjörg verður að sætta sig við að versla á bensínstöðvunum. Enginn tími fyrir moll. 19. júní förum við svo til Hawaii, nánar tiltekið Mauii. Bara til þess að tryggja basetanið áður en við förum heim.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til lukku með að vera búin prófin Hjördís mín og góða skemmtun á Hawaii öllsömul...mikið verður það ljúft ;)
Ragnheiður (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 20:05
Jæja, komin á klakann. Alltaf gott að koma heim, en, hmm..sakna samt San Fran strax. Og náttla sakna ykkar strax. Gangi þér vel í prófunum Hjördís og góða skemmtun í road-trippinu!
Linda (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.