School's out for summer...

Í dag er síðasti skóladagurinn hjá Kristni Kára. Drengurinn ætlar að mæta með Polo-kex frá Íslandi og íslenskar bækur í skólann. Við reyndum að finna bækur um hvalveiðar en fengum bara um lunda. Kristinn Kári er núna búinn að vera í Montesori House of Children í hálft ár. Á þeim tíma hefur hann lært að stauta á ensku, spegla í hnitakerfi, reikna dæmi upp í 999 plús 999 og leika sér við börn af öllum litum og gerðum (nema eignlega stelpur, út af því að þær eru eitraðar). Hjördís er líka búinn. Hún er nú 50% bráðahjúkka, hún hjúkrar því 50% bráðar en venjulegar hjúkkur á slysó. Til þess að halda upp á þennan áfanga eru foreldrar hennar í heimsókn.

Til þess að halda upp á þessa merkisáfanga var öllum raðað í Ragnar á sunnudaginn. Hersingin keyrði svo til Napa, langt, langt uppi í sveit. Þar var smakkað á vínum hjá Mondavi, Sattui og Sterling. Tómas fékk að keyra. Á þriðjudag er svo stefnan tekin á Yosemite, þaðan til Death Valley, Grand Canyon, San Francisco, Maui, Minneapolis og þá Klakinn. Við sjáumst 30. júní.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

50% bráðahjúkka...þú ert komin langleiðina með þetta skvís ;) Til lukku :)

Góða skemmtun í ferðalögunum ;)

Bestu kveðjur, Ragnheiður

Ragnheiður (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 08:36

2 identicon

Hvað er íslenskara en polo-kex...

Þröstur (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 10:59

3 identicon

Hvernig farið þið eiginlega með Pólókexið? Spandera því í útlendinga! Vona að þið takið prósentur frá FRÓN þegar það fer að rokseljast til Californiu. Væri það ekki bannað þar vegna allra transfitusýranna? Þið hefðuð nú getað sagt þeim að þetta væri aðaluppistaðan í fæðu íslenskra hvalveiðimanna!

Hóffý (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband