Meðal dóna og róna í arisóna

Voru að koma til baka úr hraðferð um Ameríku. Hver staðurinn öðrum betri. Og fyrir áhyggjusama þá fórum við ekki á Ragnari heldur réðum í verkið atvinnubíl af jeppategund. Við keyrðum sem leið lág með bóndahjónin af Suðurlandi um Yosemite (með stórum trjám og erni) í gegnum Dauðadalinn (49 gráður og sól) um Vegas (þar sem við gistum í höll) og að Miklagljúfri (þar sem Lukku Láki var meðal dóna og róna). Frá Arizona var svo tekið strikið heim á leið.

Á þriðjudaginn förum við til Maui. Komum svo heim í lok mánaðarins. Förum þá að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð ti Maui elskurnar og syss og mágur góða  ferð heim............. hlakka til að sjá ykkur öll

Margrét (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 08:47

2 identicon

Ji hvað ég er farin að hlakka til að knúsa ykkur:) Góða skemmtun í sólinni og svo er það bara grillið og pallurinn þegar þið komið heim!!!!! Úff hlakka til:)

Koss og knús til ykkar allra....

Liðið í Næfurásnum

Bylgja (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 09:34

3 identicon

Bara alltaf á ferðinni. Verðum við ekki að hittast a.m.k 1x í þessari íslandsför???? Mér finnst það. Lillan hætt á túttunum, þannig að kannski gerum við geym úr því, aldrei að vita.

Hafið það súper gott á Maui. 

Láretta (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 14:47

4 identicon

Ég hefði sko alveg treyst Ragnari í þetta. Það fór svo vel um okkur Hóffý og Kristinn Kára aftur í honum. Við Hóffý erum nýbúnar í aðgerð og erum ekki lengur samvaxnar á mjöðmunum....

Góða skemmtun á Maui sjáumst svo í Júlí.

Helga (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 09:49

5 identicon

Að fara á Maui það er það sem þau spá'í,

en að vinna ...

Da-Mixa (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband