21.6.2007 | 09:15
Surfin USA
Við keyrðum um Maui í dag á blæjubíl með strákinn í skottinu með júkaleilí syngjandi hástöfum "surfin USA". Hann stoppaði í miðju California girls þegar við sögðum honum að lagið væri um hvað stelpur eru sætar - hann er sem sagt enn sannfærður um að þær séu eitraðar. Maui er annars eins og himnaríki á jörð. Gott veður, regnskógar, hvítar og svartar strendur og feitir kallar með júkaleilí. Fórum veginn til Hana í dag og upp á 3.000 metra hátt eldfjall. Nú taka við strandadagar og tímar í surfi. Við verðum að vera fulnuma í því áður en við snúum heim.
Annars er allt flæðandi af nýjum myndum á myndasíðunni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
En ég er stelpa, ég trúi því ekki að þú sért búinn að gleyma mér Kristinn Kári!!!
Hóffý (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.